Árljóð

FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS 

GRÖNDALSHÚSI, 1. JANÚAR 2023 

Á nýársdag verður óslitin ljóðadagskrá í Gröndalshúsi frá sólarupprás til sólarlags.

Sjö skáld lesa, kveða og þylja þindarlaust frá klukkan 10 til 17. 

Allir eru velkomnir í hús Benedikts að hlusta, þiggja kaffibolla eða maula á piparköku en einnig verður hægt að fylgjast með dagskránni í myndstreymi hér á vefnum.

Dagskrá

 10:00: Dagur Hjartarson

11:00: Oddný Eir Ævarsdóttir

12:00: Sjón 

13:00: Sigurbjörg Þrastardóttir

14:00: Haukur Ingvarsson

15:00: Gerður Kristný

16:00: Jón Gnarr

Það er í sjötta sinn sem nýja árið verður boðið velkomið með ljóðalestri á þennan hátt. Árljóð í Gröndalshúsi eru orðin áramótahefð hjá mörgum ljóðaunnandanum enda fátt hollara nútímamanni en að fá innspýtingu af ljóðrænu á þessum sérstæða degi, þegar allt byrjar upp á nýtt.

Sýningarstjórar eru Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson. 

Bakhjarl verkefnisins er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. 

Ljóðalestur í Gröndalshúsi
Frá ljóðalestri í Gröndalshúsi.