Neysluvatnssýni

""

Í hverri viku tekur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sýni af neysluvatni á mismunandi stöðum úr dreifikerfi Veitna ohf. í Reykjavík.  Að jafnaði eru tekin tvö sýni í viku en við sérstakar aðstæður er sýnatökum fjölgað. Árlega eru tekin sýni á vatnsverndarsvæði og úr dreifikerfi til ítarlegrar greiningar á efna- og eðlisfræðilegum þáttum.

Niðurstöður rannsókna á neysluvatnssýnum

Hér má sjá niðurstöður rannsókna á neysluvatnssýnum frá og með 15. janúar 2018.

Neysluvatn þarf að standast kröfur reglugerðar nr. 536/2001 um neysluvatn, með síðari breytingu.

Samantektir

Hér er að finna samantektir neysluvatnssýna