Menningarnæturpottur Landsbankans 2024

Við tökum vel á móti þeim sem vilja taka  þátt á hátíðinni í ár, sem haldin verður hátíðlega 24. ágúst 2024. 

Hægt er að sækja um styrki úr Menningarnæturpottinum á bilinu 100.000-500.000 krónur til þeirra sem vilja skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega viðburði. Viðburðirnir geta verið af öllum stærðum og gerðum og geta allir sem vilja sótt um styrk fyrir viðburði sem lífga upp á hátíðina.

Viðburður verður að fara fram í miðborg Reykjavikur. Umsóknarfrestur er til 5. júní.