Nýsköpunarvikan

Reykjavíkurborg er einn af bakhjörlum Nýsköpunarvikunnar (e. Iceland Innovation Week) þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum, fyrirlestrum og uppákomum með margs konar snertiflötum.

 

Nýsköpun í Reykjavík

Nýsköpun er ekki skrautfjöður í hatti. Hún er hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur og mótar hvernig við sem búum og störfum í borginni nálgumst viðfangsefnin okkar. Við ætlum að skapa jarðveg þar sem nýjar hugmyndir geta blómstrað.

Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar 2022-2030

Vistkerfi nýsköpunar

Í hvernig vistkerfi blómstrar nýsköpun?

 

Við vorum í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi 15.-16. maí. Þar var Reykjavíkurborg með opið hús og örviðburði sem settu nýsköpun í borginni í fókus. 

 

Hvað þarf til að tryggja skapandi verkefnum frjóan jarðveg? Hvernig hlúum við að nýsköpun sem eykur lífsgæði íbúa nú og í framtíðinni? Í fjölbreyttri dagskrá getur þú kynnst ýmsum hliðum nýsköpunar í Reykjavík og hvernig hún getur vaxið og dafnað.

 

Dagskráin á Lækjartorgi var hluti af Iceland Innovation Week og er Reykjavíkurborg bakhjarl hátíðarinnar.

 

Takk fyrir komuna!

Vistkerfi nýsköpunar

Dagskrá í Gróðurhúsinu

Hér fyrir neðan má finna dagskrá Reykjavíkurborgar í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi dagana 15. og 16. maí. Opið hús var á torginu báða daga og heitt á könnunni fyrir þá sem kíktu við.

Miðvikudagur 15. maí

Opið hús og heitt á könnunni í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi kl. 10:00-16:00

 

12:00-12:30 Innri nýsköpun - opinn fundur stafræns ráðs 
Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður stafræns ráðs, fjallar um hvernig Reykjavíkurborg getur stutt við nýsköpunarumhverfið og eflt innri nýsköpun í borginni. Einnig fjallar hún um þann ávinning sem náðst hefur með stafrænni umbreytingu borgarinnar og þau tækifæri sem framundan eru. 
Horfa á erindi stafræns ráðs.

 

12:30-13:00 Spjallað við stjórnmálafólk 
Hvað brennur á þér? Íbúum gefst tækifæri til að eiga samtal við borgarfulltrúa um nýsköpun og stafræn mál borgarinnar á opnum fundi stafræns ráðs. 
Horfa á umræður á vegum stafræns ráðs.

 

13:00-13:30 Hringiða - Nýsköpun að öflugra hringrásarhagkerfi  
Við kynnumst nýsköpunarhraðlinum Hringiðu sem er fyrir sprota sem leggja áherslu á hringrásarhagkerfið með einum eða öðrum hætti. Sprotafyrirtækið SeaGrowth kynna auk þess hugmynd sína um að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk og segja frá reynslu sinni úr Hringiðu.  
Horfa á erindi Hringiðu.
Horfa á erindi Sea Growth.

 

13:30-13:55 Snjallræði - Nýsköpun í þágu samfélagsins   
Við kynnumst nýsköpunarhraðlinum Snjallræði og hvernig vaxtarrýmið ýtir undir nýsköpun sem tekst á við áskoranir samtímans. Sprotafyrirtækið Memmm kynna auk þess Opna leikskólann og segja frá reynslu sinni úr Snjallræði.  
Horfa á erindi Snjallræðis.
Horfa á erindi Memmm.

  

14:00-14:30 Borgarnáttúra í þágu velferðar – samstarfsverkefni 11 borga 

GreenIn Cities er nýtt evrópskt Horizon verkefni þar sem samsköpun og þróun grænna svæða í samstarfi við íbúa verður í brennidepli. Þátttaka Reykjavíkur snýr að þróun grænna svæði í Breiðholti í náinni samvinnu við FB og íbúa í Breiðholti. Við fáum kynningu frá Fab Lab og Suðurmiðstöð sem eru samstarfsaðilar í verkefninu.  
Horfa á erindi GreenIn Cities.

 

15:00-15:30 Hvernig er hægt að hafa áhrif í Reykjavík   
Hverfið mitt er íbúalýðræðisverkefni þar sem kosið er um hugmyndir borgarbúa um nýframkvæmdir. Guðný Bára Jónsdóttir, verkefnastjóri Hverfið mitt, kynnir verkefnið ásamt Franz Friðrikssyni, framkvæmdaaðila fjallahjólabrautar í Úlfarsfelli. Franz mun segja frá þátttöku sinni - frá hugmynd að framkvæmd. 
Horfa á erindi Hverfisins míns.

Fimmtudagur 16. maí

Opið hús og heitt á könnunni á Lækjartorgi kl. 10:00-16:00

 

12:00-12:30 Borgarskipulag og nýsköpun 
Hvernig getur borgarskipulag og klasamyndun ýtt undir og stutt við nýsköpun? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og formaður atvinnulífs, ferðaþjónustu og nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg og Hrólfur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða munu kynna og ræða málefnið og m.a. fjalla um Vísindaþorpið í Vatnsmýrinni og klasamyndun. 
Horfa á erindi Reykjavíkurborgar og Vísindaþorpsins.

 

13:00-13:30 Fab Lab-smiðjan og sprotafyrirtækið SideWind  
Í Fab Lab er enginn frumkvöðull of ungur eða gamall og engin hugmynd of lítil eða stór. Í smiðjunni er lögð áhersla á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Við kynnumst starfsemi Fab Lab betur og þeirri þjónustu sem þar er í boði fyrir öll og fáum innsýn í sprotafyrirtækið SideWind, sem hefur nýtt sér aðstöðu Fab Lab í sínu þróunarferli.
Horfa á erindi Fab Lab.

 
14:00-14:30 Nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans í Reykjavík 
Nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans í Reykjavík mun gjörbylta allri aðstöðu skólans til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Húsið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en þar mun hugmyndaflugið fá lausan tauminn og aðgengi að hátæknibúnaði nýtast í rannsóknir sem gætu leitt til mikilvægrar verðmætasköpunar og framþróunar. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson sviðsforseti tæknisviðs HR kynnir þessi spennandi áform skólans nánar.
Horfa á erindi Háskólans í Reykjavík.

 

15:00-15:30 Samfélagstorg - hvernig lítur bókasafn framtíðarinnar út? 
Bókasafnið eins og við þekkjum það er í þróun. Hvernig mótum við framtíðarbókasafnið sem stað sem íbúar vilja koma og taka þátt í samfélaginu og stuðla að þróun og nýsköpun. Ykkur er boðið í te með Martynu Daniel og Dögg Sigmarsdóttur sem ræða nýsköpunarverkefnin Pikknikk, Stofan | A Public Living Room og Kærleiksorðræðu. 
Horfa á erindi Borgarbókasafns.

Nýsköpun alls staðar

Við sjáum nýsköpun sem afrakstur hugmyndaauðgi sem athafnasamt fólk hefur hrint í framkvæmd um alla borg.

 

Nýsköpun birtist gjarnan í umræðu um hátæknifyrirtæki. En nýsköpun er ekki síður undirstaða víðtækrar starfsemi sem tengist menningu, listsköpun, þriðja geiranum, stjórnsýslu og margvíslegum þjónustufyrirtækjum.

 

Nýsköpun er ekki skrautfjöður í hatti. Hún er hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur og mótar hvernig við sem búum og störfum í borginni nálgumst viðfangsefnin okkar. Við ætlum að skapa jarðveg þar sem nýjar hugmyndir geta blómstrað.

 

Nýsköpun er rauður þráður í gegnum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur. Það er vegna þess að nýsköpun er forsenda verðmætasköpunar á öllum sviðum samfélagsins og gerir okkur í stakk búin að mæta áskorunum framtíðarinnar.

Hvers vegna nýsköpunarvika?

Markmiðið með aðkomu Reykjavíkurborgar að nýsköpunarviku er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar þvert á atvinnugreinar og fyrirtæki og frumkvöðlar fá tækifæri til að deila mikilvægri þekkingu. 

 

Hátíðin vekur jafnframt athygli á Reykjavíkurborg sem nýsköpunarborg, laðar til sín fjármagn, fjárfesta og erlenda sérfræðinga á sviði nýsköpunar og grænna lausna og skapar samlegðaráhrif með öðrum verkefnum líkt og Vísindaborgin Reykjavík (e. Reykjavík Science City).

Hvar fæ ég frekar upplýsingar?

Starfshópur stýrihóps verkefnisins skipa starfsfólk frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, menningar- og íþróttasviði, þjónustu- og nýsköpunarsviði, velferðarsviði og skóla- og frístundasviði.

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is