Lyfjaskammtarar

Lyfjaskammtarar aðstoða fólk við að taka lyfin sín á réttum tíma og í réttum skammti á sjálfstæðan hátt. Lyfjaskammtarar henta vel einstaklingum sem þurfa daglega aðstoð og eftirfylgni með lyfjum. 

Þjónustan

Starfsfólk heimaþjónustu setur lyfjapoka í lyfjaskammtarann sem innihalda fyrirfram skömmtuð lyf notandans næstu 2-4 vikur. Þegar kominn er tími á lyf gefur lyfjaskammtarinn frá sér hljóð- eða raddmerki til að minna á lyfin og skammtar þannig lyfjum á réttum tíma. Ef lyfin eru ekki tekin af notanda á réttum tíma fær starfsfólk heimaþjónustu tilkynningu í miðlægt kerfi og getur þá brugðist við á viðeigandi hátt. 

Markmið

Markmið með notkun lyfjaskammtara er að notandinn upplifi meira sjálfstæði, öryggi og þægindi. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðar eykst þörf á heilbrigðisþjónustu, auk þess sem samfélagsleg viðmið eru að breytast og væntingar aukast í tengslum við aðgengi, gæði og viðbragðssnerpu þjónustunnar. Sjálfvirk lyfjagjöf lyfjaskammtarans gerir notendum kleift að taka lyfin sín á réttum tíma á sjálfstæðan hátt og að eigin frumkvæði innan ákveðins tímaramma. Með tilkomu lyfjaskammtarans hefur starfsfólk aukin tíma í þjónustu við notendur og gerir heimaþjónustunni þannig kleift að auka afköst og skilvirkni þjónustunnar. 

Árangur prófanna

Fyrstu niðurstöður prófanna gefa til kynna að lyfjaskammtarar eru tímasparandi og auka skilvirkni þjónustunnar. Skjólstæðingar upplifa öryggi og eru almennt ánægðir með þjónustuna.

Upplifun íbúa

Upplifun íbúa í þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar af notkun sjálfvirkra lyfjaskammtara.

 

Upplifun íbúa af lyfjaskömmturum.

Upplifun Gunnars af lyfjaskömmturum.

Upplifun Ingibjargar af lyfjaskömmturum.

Upplifun Ragnheiðar af lyfjaskömmturum.

Hafðu samband

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar um lyfjaskammtarana eða önnur verkefni Velferðartæknismiðjunnar.