Húsnæði fyrir leikskóla

Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir leikskóla í borgarhlutunum Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum og í Háaleiti og Bústöðum.

Ósk um langtímaleigu

Leitað er eftir 600–2.000 fermetra húsnæði og 1.200–8.000 fermetra aðliggjandi útileiksvæði til langtímaleigu, 3–15 ára með mögulegri framlengingu. Húsnæðið skal vera fullbúið til notkunar, en án lauss búnaðar. Gott aðgengi skal vera fyrir alla.  

Teikning af hópi hlæjandi barna.

Útboðsvefur Reykjavíkurborgar

Nánari upplýsingar og skilyrði eru að finna á útboðsvef Reykjavíkurborgar.

Teikning af persónu halda á stóru greiðslukorti með lógó Reykjavíkurborgar.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfi Reykjavíkurborgar og verða svör birt þar. Fyrirspurnarfrestur rennur út 28. nóvember 2022 kl. 12:00 en svarfrestur er til og með 2. desember 2022 kl. 12:00.  

Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en  9. desember 2022 kl. 10:00.  

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar:  

  • Afhendingartíma húsnæðis  
  • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis  
  • Tillöguteikningar s.s. grunnmynd og útlit í 1:200 og afstöðumynd í 1:500 
  • Upplýsingar um lóðarstærð og hvernig aðgengi að húsnæði er frá lóð og útileiksvæði  
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu  
  • Leiguverð per/m2 séreign og heildarleiguverð  
  • Húsgjöld 
  • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða 
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag  

 

Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að hann leggi fram úttektarskýrslu frá óháðum aðila um almennt ástand húsnæðis t.a.m. að það sé laust við rakaskemmdir. Það skal gert áður en skrifað er undir leigusamning. 

Um auglýsingu er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti. 

Hér fyrir neðan má finna frekari gögn.