Nýtt athafnasvæði á Hólmsheiði
Reykjavíkurborg er að þróa nýtt athafnasvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg
Auglýst eftir áhugasömum fyrirtækjum vegna uppbyggingar á Hólmsheiði
Deiliskipulagsvinna er hafin og er áætlað að skipulag verði samþykkt á næsta ári og fyrstu lóðir verði byggingarhæfar árið 2024. Svæðið er 87 hektarar en verður gert byggingarhæft í áföngum.
Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem athafnasvæði undir landfreka starfsemi svo sem léttan iðnað, gagnaver, matvælaiðnað, vörugeymslur og umboðsverslanir og aðra umhverfisvæna iðnaðarstarfsemi.
Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir fyrirtækjum sem eru áhugasöm um að staðsetja sig á svæðinu. Bæði er leitað eftir upplýsingum um stærðarþarfir og
mögulegar tegundir fyrirtækja.
Tilgangurinn er að skapa tækifæri til þess að tryggja að í nýju skipulagi verði til staðar lóðir sem henta áhugasömum fyrirtækjum.
Áhugasöm fyrirtæki
Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að ákveða hvort hugmyndir sem berast verði kveikja að samstarfi eða samningum um lóðir á svæðinu og þá um leið að þær verði hluti af
forsendum fyrirhugaðs skipulags. Mögulegir samningar um lóðir á svæðinu verða gerðir á markaðsforsendum. Tekið verður tillit til rekstrarsögu og fjárfestingargetu við mat á vænleika verkefna.
Áhugasamir sendi inn erindi á netfangið athafnaborgin@reykjavik.is þar sem lýst er væntanlegri starfsemi, æskilegri stærð lóðar og vænt
byggingarmagn.
Umsóknarfrestur
Frestur til þess að senda inn umsókn er til 23. janúar 2023.