Fundur borgarstjórnar 24.3.2015 með Reykjavíkurráði ungmenna

 

D a g s k r á

á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur með Reykjavíkurráði ungmenna

þriðjudaginn 24. mars 2015 í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 15.00

 

1. Tillaga um aukna jafnréttis-, kynja- og fordómafræðslu í grunnskólum (að beiðni fulltrúa ungmennráðs Laugardals og Háaleitis)

 

2. Tillaga um kennslu í fjármálalæsi og réttindum á vinnumarkaði í grunnskólum (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Kringluhverfis)

 

3. Tillaga um aukna kynfræðslu (ekki kynhræðslu) frá 6. bekk og til loka grunnskólans (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Miðborgar og Hlíða)

 

4. Tillaga um að strætóferðum frá Kjalarnesi verði fjölgað (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Breiðholts)

 

5. Tillaga um að strætóferðum í Grafarvogi verði breytt (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Grafarvogs)

 

6. Tillaga um að hefja athugun á því hvort Reykjavíkurborg geti á ný boðið upp á sumarvinnu fyrir nemendur í 8. bekk grunnskólans (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta)

 

7. Tillaga um að skóla- og frístundasvið beiti sér fyrir því að frístundamiðstöðvar í Reykjavík ráði til starfa ungt fólk á aldrinum 16-20 ára sem ungliða (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Breiðholts)

 

8. Tillaga um að Reykjavíkurborg og Vinnuskóli Reykjavíkur bjóði upp á fjölbreyttari sumarstörf fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára (að beiðni fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta)

 

Umræður

 

Borgarstjórinn í Reykjavík, 24. mars 2015

Dagur B. Eggertsson

 

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ef þér finnst eitthvað vanta eða þú vilt koma góðri hugmynd á framfæri, endilega sendu tölvupóst á netfangið hildur@reykjavik.is.