Fundur borgarstjórnar 23.2.2016 með Reykjavíkurráði ungmenna

 

D a g s k r á

 

á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur með Reykjavíkurráði ungmenna

þriðjudaginn 23. febrúar 2016 í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15.00

 

  1. Tillaga um afþreyingarmiðstöð við Rauðavatn (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta)
  2. Tillaga um stuðningsnet jafnaldra fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna í grunnskólum (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts)
  3. Tillaga um betri kynþroskafræðslu í grunnskólum og að hún verði kennd fyrr en nú er, ásamt því að dömubindi, túrtappar og smokkar verði gerð aðgengilegri fyrir ungmenni (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs)
  4. Tillaga um regluleg málþing um málefni ungmenna (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar)
  5. Tillaga um bætta kynfræðslu (ekki kynhræðslu) frá 6. bekk og til loka grunnskólans (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Laugardals og Háaleitis)
  6. Tillaga um lægri aðgangseyri í sundlaugar Reykjavíkur (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness)
  7. Tillaga um bætt aðgengi að sálfræðiaðstoð (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Laugardals og Háaleitis)
  8. Tillaga um að framtíð ungmennahúsa í Reykjavík verði tryggð (að beiðni fulltrúa í ungmennaráði Miðborgar og Hlíða)

 

Reykjavík, 19. febrúar 2016

 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar

 

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ef þér finnst eitthvað vanta eða þú vilt koma góðri hugmynd á framfæri, endilega sendu tölvupóst á netfangið hildur@reykjavik.is.