Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 9

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 6. apríl, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 10:25. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir: Ásta Karen Ágústsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann. Þá voru mætt Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Bjarni Þóroddsson, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram fundargerð fundar yfirkjörstjórnar 23. mars sl.

  Samþykkt

 2. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að yfirkjörstjórn afhendi atkvæðakassa til notkunar við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar nk. þriðjudag.

  Lagt er til að Tómas Hrafn Sveinsson afhendi og innsigli atkvæðakassa fyrir hönd yfirkjörstjórnar.

  Samþykkt

 3. Klukkan 11:00 mætir á fundinn Kolbrún Baldursdóttir f.h. Flokks fólksins og afhendir tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 34 tölusettum blaðsíðum. Umboðsmenn framboðsins verða Rúnar Sigurjónsson og Sigurður Þórðarson. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkur af fundi kl. 11:05.

 4. Klukkan 11:26 mætir á fundinn Diljá Ragnarsdóttir f.h. Samfylkingarinnar og afhendir tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 31 tölusettum blaðsíðum. Upplýst að er að yfirlýsingar frambjóðenda undirritaðar rafrænt hafi verið sendar í tölvupósti. Umboðsmenn framboðsins verða Lára V. Júlíusdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkur af fundi kl. 11:30.

 5. Klukkan 11:33 mæta á fundinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Geir Finnsson, Erlingur Sigvaldason, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Ingvar Þóroddssaon og Pawel Bartoszek f.h. Viðreisnar og afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 29 tölusettum blaðsíðum. Upplýst að er yfirlýsingar frambjóðenda undirritaðar rafrænt hafi verið sendar í tölvupósti. Umboðsmenn framboðsins verða Ingvar Þóroddsson og David Erik Mollberg. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkja af fundi kl. 11:37.

 6. Klukkan 11:54 mætir á fundinn Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir f.h. Pírata og afhendir tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 20 tölusettum blaðsíðum. Upplýst að er yfirlýsingar frambjóðenda undirritaðar rafrænt hafi verið sendar í tölvupósti. Umboðsmenn framboðsins verða Magnús Davíð Norðdahl og Dóra Björt Guðjónsdóttir. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkur af fundi kl. 11:59.

 7. Klukkan 12:00 er fundi frestað til kl. 11:00 föstudaginn 8. apríl nk.

   ***

 8. Klukkan 11:00, föstudaginn 8. apríl 2022, er fundi yfirkjörstjórnar fram haldið.

 9. Klukkan 11:00 mætir á fundinn Kolbrún Baldursdóttir f.h. Flokks fólksins og afhendir yfirlýsingar um meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á þremur tölusettum blaðsíðum. Framboði er afhent staðfesting á móttöku yfirlýsinga meðmælenda.

  -Víkur af fundi kl. 11:02.

 10. Klukkan 11:03 mæta Líf Magneudóttir, Steinar Harðarson, Stefán Pálsson og Torfi Stefán Jónsson f.h. Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 41 tölusettri blaðsíðu. Umboðsmenn framboðsins verða Steinar Harðarson og Torfi Stefán Jónsson. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkja af fundi kl. 11:06.

 11. Klukkan 11:07 mæta á fundinn Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Þórdís Bjarnleifsdóttir, Halldóra Hallgrímsdóttir og Karl Héðinn Kristjánsson f.h. Sósíalistaflokks Íslands og afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á tölusettum blaðsíðum. Umboðsmenn framboðsins verða Guðrún Vilhjálmsdóttir og Þórdís Bjarnleifsdóttir. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkja af fundi kl. 11:16.

 12. Klukkan11:17 mæta á fundinn Aron Þór Tafjord og Óttar Ottósson fyrirhönd Miðflokksinsog afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 42 tölusettum blaðsíðum. Umboðsmenn framboðsins verða Aron Þór Tafjord og Óttar Ottósson. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkja af fundi klukkan 11:20.

 13. Klukkan 11:21 mætir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og afhendir tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 44 tölusettum blaðsíðum. Upplýst að er yfirlýsingar frambjóðenda undirritaðar rafrænt verði sendar í tölvupósti. Umboðsmenn framboðsins verða Gísli Kr. Björnsson og Sólrún Ingunn Sverrisdóttir. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkur af fundi klukkan 11:25.

 14. Klukkan 11:25 mætir Haukur Logi Karlsson fyrir hönd Framsóknarflokksins og afhendir tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 27 tölusettum blaðsíðum. Upplýst að er yfirlýsingar frambjóðenda undirritaðar rafrænt verði sendar í tölvupósti. Umboðsmenn framboðsins verða Haukur Logi Karlsson og Jóhann Karl Sigurðsson. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  Yfirkjörstjórn bendir mættum umboðsmanni á að framboðstilkynning og undirritanir frambjóðenda á samtals 46 lausum blöðum hafi ekki að geyma eiginlega yfirlýsingu þess að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, sbr. b-lið 1. mgr. 39. gr. kosningalaga og 5. gr. reglugerðar nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar. Mættur umboðsmaður vísar til þess að formin séu til samræmis við það sem framboðið hefur notast við við framboð í kosningum í Reykjavík og að þau uppfylli kröfur laganna. Yfirkjörstjórn mælist til þess að skriflegum yfirlýsingum frambjóðenda til samræmis við leiðbeinandi form yfirkjörstjórnar eða landskjörstjórnar verði skilað af framboði og ellegar þurfi að úrskurða um það hvort að afhentar yfirlýsingar frambjóðenda uppfylli kröfur kosningalaga.

  -Víkur af fundi klukkan 11:34.

 15. Klukkan 11:39 mæta Jóhannes Loftsson, Anna Björg Hjartardóttir og AriTryggvason fyrirhönd Ábyrgrar Framtíðar og afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi, ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 27 tölusettum blaðsíðum. Umboðsmenn framboðsins verða: Jóhannes Loftsson og Anna Björg Hjartardóttir. Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda og meðmæla.

  -Víkja af fundi klukkan 11:42.

 16. Klukkan 11:50 kemur Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir f.h. Pírata og leggur fram breytingu á framboðslista.

  -Víkur af fundi klukkan 11:52.

 17. Klukkan 11:57 mætir Gunnar Hjörtur Gunnarsson fyrir hönd Reykjavíkur, bestu borgarinnar og afhenda tilkynningu um framboð og framboðslista, yfirlýsingar frambjóðenda ritaðar eigin hendi ásamt yfirlýsingu meðmælenda framboðsins ritaðar eigin hendi á 39 tölusettum blaðsíðum. Umboðsmenn framboðsins verða Gunnar Hjörtur Gunnarsson og Örn Sigurðsson. Framboðið óskar eftir að listinn verði merktur með listabókstafnum E.

  -Klukkan 12:05 kemur Örn Sigurðsson á fund fyrir hönd framboðsins.
  Framboði er afhent staðfesting á móttöku tilkynningar um framboð og framboðslista og yfirlýsinga frambjóðenda.

  -Víkja af fundi kl. 12:20.

 18. Lagður er fram tölvupóstur Jóhannesar Steinssonar, dags. 7. apríl 2022, þar sem óskað er upplýsinga um hvort kæra til héraðssaksóknara á hendur frambjóðanda valdi því að hann bresti kjörgengi í borgarstjórnarkosningum.

  Yfirkjörstjórn og viðstaddir áheyrnarfulltrúar leggja fram eftirfarandi bókun:

  Um kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum er fjallað um í 6. gr. kosningalaga nr. 112/2021, sbr. og 4. gr. sömu laga. Kæra á hendur frambjóðanda til héraðssaksóknara hefur ekki þau áhrif að lögum að frambjóðanda bresti kjörgengi, sbr. og 3. mgr. 6. gr. laganna.

   

Fundi slitið klukkan 12:20