Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 8

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 23. mars, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:02. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgasdóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson og Ásta Karen Ágústsdóttir. Þá voru mætt Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar og Páll Hilmarsson. Viðstödd var með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð er fram fundargerð fundar yfirkjörstjórnar 16. mars 2022.

  2. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til aðgengis-og samráðsnefndar, dags. 7. mars. 2022, með tillögum að útfærslu um aðgengi kjósanda í hjólastól og bréf aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 23. mars 2022, um afgreiðslu nefndarinnar á fyrrgreindu erindi á fundi nefndarinnar þann 17. mars 2022.

    Yfirkjörstjórn leggur til að útfærsla samkvæmt tillögu B verði lögð til grundvallar í borgarstjórnarkosningum.

  3. Páll Hilmarsson fer yfir ákvæði kosningalaga um breytta tilhögun á sendiumslagi þar sem ekki er lengur ritað nafn og heimilisfang kjósanda og áhrif á framkvæmd við meðhöndlun utankjörfundaratkvæða.

    Fram fara umræður.

  4. Lögð eru fram uppfærð eyðublöð vegna skila á framboðslistum til samræmis við kröfur í reglugerð nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar.

  5. Upplýst er að birt hafi verið reglugerð um framboðslista og meðmælendalista og aðrar reglugerðir í smíðum.

    Eva B. Helgadóttir upplýsir um kynningarfundi landskjörstjórnar um ný kosningalög.

Fundi slitið klukkan 15:47