Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 7

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 16. mars, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson, Ásta Karen Ágústsdóttir og Aldís Schram í forföllum Guttorms Þorsteinssonar. Þá voru mætt Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson. Viðstaddur var með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúinn Helgi Bergmann.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar eru fram fundargerðir funda yfirkjörstjórnar 23. febrúar og 9. mars sl.

  2. Lagt er fram minnisblað Páls Hilmarssonar um meðferð utankjörfundaratkvæða við borgarstjórnarkosningar 14. maí 2022, dags. 14. mars 2022.

    Páll Hilmarsson kynnir efni minnisblaðsins og verklag. Fram fara umræður.

    Lagt er til að endanlegt minnisblað með tillögu um breytingu framkvæmdar verði lagt fyrir yfirkjörstjórn.

  3. Upplýst er um að gerðir hafi verið samningar við þrjár prentsmiðjur um prentun kjörseðla, blindraspjalda, og annað tilfallandi prentefni.

  4. Upplýst er að fundargerðir yfirkjörstjórnar eru núna birtar á vef Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið klukkan 15:43