Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 6

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 9. mars, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:04. Viðstödd voru með fjarfundarbúnaði Ari Karlsson, Eva B. Helgasdóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson og Ásta Karen Ágústsdóttir. Þá voru mætt Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Viðtödd voru jafnframt með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Helgi Bergmann og Guttormur Þorsteinsson og Páll Hilmarsson starfsmaður.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 2. mars 2022, til yfirkjörstjórnar um að notast verði við kerfi Þjóðskrár Íslands varðandi söfnun meðmæla við borgarstjórnarkosningar.

  2. Lögð eru fram endanleg eyðublöð að framboðs- og meðmælalista, sbr. samþykkt yfirkjörstjórnar samkvæmt 3. tölul. fundargerðar 23. febrúar sl., sem staðfest voru af yfirkjörstjórn milli funda.

  3. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fer yfir tímalínu og upplýsir um eftirfarandi:

    Samskipti við prentsmiðjur um gerð kjörseðla.

    Fyrirhugað sé að ákvarðanir sem þurfa samþykki borgarstjórnar verði bornar undir borgarráð í næstu viku.

    Eva B. Helgadóttir upplýsir að yfirkjörstjórn hyggist yfirfara fundarreglur þegar drög að reglugerðum koma fram.

    Páll Hilmarsson upplýsir eftirfarandi:

    að frumvarp með breytingum að kosningalögum sé komið fram á Alþingi

    um undirbúning kjörstaða, einkum Laugalækjarskóla, Hagaskóla, Frostaskjól og Borgarbókasafn.

    samskipti vegna samninga við Laugardalshöll varðandi aðstöðu fyrir talningu.

    unnið sé að tillögu um breytta meðferð utankjörfundaratkvæða sem lögð verði fyrir yfirkjörstjórn.

Fundi slitið klukkan 15:39