Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 4

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 9. febrúar, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:34. Viðstödd voru Ari Karlsson og Eva B. Helgasdóttir. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúinn Helgi Bergmann og starfsmennirnir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson. Viðstödd voru með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúinn Bjarni Sigtryggsson og Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjórnar. Tómas Hrafn Sveinsson boðaði forföll skömmu fyrir fundinn.

Þetta gerðist:

  1. Fundargerðir funda yfirkjörstjórnar 15. desember 2021 og 26. janúar sl. lagðar fram.

  2. Fram fara umræður um kjörstaði í Reykjavík við borgarstjórnarkosningar. Fram kemur að skoða þurfi sérstaklega kjörstaðina Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Frostaskjól og Borgarbókasafn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og sú vinna sé í gangi.

    -kl. 14:40 kemur Guttormur Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi á fundinn.

  3. Fram fara umræður um fyrirkomulag kjörklefa kjósenda sem eru með fötlun en meðal annars var bent á í framhaldi Alþingiskosninga að ekki væri tjald fyrir kjörklefunum.

    Yfirkjörstjórn leggur til að skrifstofa borgarstjórnar afli álits aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks um fyrirkomulag á kjörklefum fyrir fatlað fólk.

    -kl. 14:45 kemur Ásta Karen Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúinn á fundinn.

  4. Fram fara umræður um stöðuá setningu reglugerða og reglna vegna gildistöku nýrra kosningalaga.

  5. Þjóðskrá hefur upplýst um það að meðmælandasöfnun geti ekki verið með rafrænum hætti samkvæmt því kerfi dómsmálaráðuneytisins sem var sett upp við síðustu Alþingiskosningar. Viðræður hafa átt sér stað við Þjóðskrá um það hvort að eldra kerfi vegna meðmælasöfnunar verði notað.

    Yfirkjörstjórn leggur til að skrifstofu borgarstjórnar verði falið að gera drög að bréfi til dómsmálaráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands og landskjörstjórnar vegna málsins sem send verður yfirkjörstjórn milli funda.

  6. Helga Björk Laxdal upplýsir að óskað hafi verið eftir fundi með sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu annars vegar til þess að ræða aðgengi kjósanda að atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og hins vegar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kjördag, sbr. fundargerð yfirkjörstjórnar 26. janúar sl.

    -kl. 15:13 fer Helga Björk Laxdal af fundinum.

  7. Yfirkjörstjórn leggur til að fundargerðir yfirkjörstjórnar verði birtar á ytri vef Reykjavíkurborgar og verði hér eftir undirritaðar með rafrænni undirritun

  8. Ásta Karen Ágústsdóttir spyr hvort að upplýsingar liggi fyrir um það hvort að Öryggis-og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) muni hafa eftirlit með komandi sveitarstjórnarkosningum.

    Fram fara umræður um ÖSE og framkvæmd kosningaeftirlits. Upplýst er að engin tilkynning liggi fyrir um það hvort ÖSE hyggist fylgjast með komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fundi slitið klukkan 15:26