Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 3

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, miðvikudaginn 26. janúar, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Viðstödd voru Tómas Hrafn Sveinsson, Helga Björk Laxdal og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Viðstödd voru með fjarfundarbúnaði Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson og Helgi Bergmann auk Páls Hilmarssonar.

Þetta gerðist:

  1. Lagður er fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag., um tilnefningu Sósíalistaflokks Íslands á Guttormi Þorsteinssyni, sem áheyrnarfulltrúa listans við borgarstjórnarkosningar samkvæmt tölvupósti, dags. 10. þ.m.

  2. Eva B. Helgadóttir upplýsir um tölvupóst, dags. í dag, til landskjörstjórnar vegna nauðsynlegra breytinga á kosningalögum og setningu reglugerða og svar landskjörstjórnar þar sem upplýst er um að undirbúningur á breytingu laga sé hafinn og þá gerð reglna og reglugerða vegna nýrra kosningalaga.

    Hildur Lilliendahl Viggósdóttir upplýsir að tölvupóstur hafi verið sendur á undirkjörstjórnarfulltrúa í síðustu kosningum varðandi komandi borgarstjórnarkosningar ásamt dagsetningum.

    Helga Björk Laxdal upplýsir um að fyrirspurnir hafi komið frá framboðum um tímasetningu á móttöku framboða og fresti. Fyrirhugað sé að yfirkjörstjórn komi saman til fundar til þess að taka á móti framboðslistum miðvikudaginn 6. apríl og föstudaginn 8. apríl nk. milli kl. 11 og 12 báða daga og úrskurði um framboðslista laugardaginn 9. apríl kl. 13.

    Páll Hilmarsson upplýsir að hann hafi haft samband við embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til að ræða fyrirkomulag á afhendingu þeirra atkvæða til yfirkjörstjórnar sem greidd kunna að vera utan kjörfundar á kjördag samkvæmt nýjum kosningalögum.

     

       

  3. Upplýst er að Helgi Bergmann áheyrnarfulltrúi hafi verið skipaður samkvæmt tilnefningu Alþingis sem varamaður í landskjörstjórn.

    Fram fer umræða um almennt og sérstakt hæfi til setu sem áheyrnarfulltrúi í yfirkjörstjórn og setu sem varamaður í landskjörstjórn á sama tíma.

    Helgi Bergmann upplýsir að hann muni kanna stöðu sína með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem hér kann að reyna á.

Fundi slitið klukkan 15:21