Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 2

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2021, miðvikudaginn 15. desember, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:33. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Karen Ágústsdóttir, Helgi Bergmann og Bjarni Sigtryggsson, varaáheyrnarfulltrúinn Erna Valsdóttir og Helga Björk Laxdal, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fundargerð fundar yfirkjörstjórnar 24. nóvember 2021 lögð fram.

  2. Lagðir eru fram eftirfarandi tölvupóstar skrifstofustjóra borgarstjórnar um tilnefningu áheyrnarfulltrúa: a) dags. 14. desember 2021 um tilnefningu Pírata á Helga Bergmann sem áheyrnarfulltrúa, og Lenyu Rúnar Taha Karim til vara, b) dags. 9. desember 2021, um tilnefningu Miðflokksins á Ástu Karen Ágústsdóttur sem áheyrnarfulltrúa og Ernu Valsdóttur til vara, c) 15. desember 2021, um tilnefningu Flokks Fólksins á Bjarna Sigtryggssyni sem áheyrnarfulltrúa og Lúðvík Lárussyni til vara.

  3. Yfirkjörstjórn fer almennt yfir störf yfirkjörstjórnar og réttindi og skyldur áheyrnarfulltrúa.

    Helga Björk Laxdal fer yfir hlutverk skrifstofu borgarstjórnar og starfsfólks við framkvæmd kosninga og kynnir tímalínu og helstu verkefni framundan. Páll Hilmarsson fer yfir kjörstaði við síðustu alþingiskosningar í Reykjavík.

  4. Helga B. Laxdal mun senda drög að fundardagskrá yfirkjörstjórnar en fyrirhugað er að næsti fundur yfirkjörstjórnar verði um miðjan janúar.