Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Ár 2022, miðvikudaginn 18. maí var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:00. Viðstödd voru Ari Karlsson, Tómas Hrafn Sveinsson og í fjarfundarbúnaði Eva B. Helgadóttir. Auk þeirra var mætt á fundinn áheyrnarfulltrúinn Ásta Karen Ágústsdóttir og í fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson, Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann. Með á fundinum voru þau Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Bjarni Þóroddsson, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar.
Þetta gerðist:
-
Fært er í gerðabók að klukkan 09:07, sunnudaginn 15. maí sl., var innsigli talningarstaðar í Laugardalshöll, sem var heilt, rofið af Ara Karlssyni f.h. yfirkjörstjórnar að viðstaddri Helgu B. Laxdal og í kjölfarið var gengið frá töldum atkvæðum og öðrum kjörgögnum og þau flutt í Ráðhús Reykjavíkur.
-
Fært er í gerðabók að klukkan 14:45, sunnudaginn 15. maí sl., voru talin atkvæði, að undanskildum breyttum atkvæðum, ásamt afgangsseðlum flutt í atkvæðgeymslu á 3. hæð borgarstjórnarhúss sem var innsigluð af af Evu B. Helgadóttur f.h. yfirkjörstjórnar að viðstaddri Helgu B. Laxdal með innsiglisnúmerunum K00039642 og K00039643.
-
Fært er í gerðabók að starfsfólk yfirkjörstjórnar hóf yfirferð yfir breytt atkvæði við komu í Ráðhús Reykjavíkur sem lokið var við klukkan 17:00 sunnudaginn 15. maí sl. og atkvæðin þá flutt í atkvæðageymslu á 2. hæð stjórnsýsluhúss sem var innsigluð.
-
Fært er í gerðabók að innsigli að atkvæðageymslu á 2. hæð var rofið kl. 09:00, mánudaginn 16. maí sl., og yfirferð breyttra seðla hélt áfram í borgarstjórnarsal af starfsfólki yfirkjörstjórnar. Yfirferð var lokið kl. 17:00 sama dag og voru þá atkvæðin færð í atkvæðageymslu sem var innsigluð með innsiglisnúmeri: K00022115.
-
Lagt er fram uppgjör greiddra atkvæða við borgarstjórnarkosningar 14. maí 2022 og það undirritað á fundinum.
-
Lögð er fram skýrsla um atkvæðatölur framboðslista og atkvæðatölur frambjóðenda við borgarstjórnarkosningar 14. maí 2022 og hún undirrituð á fundinum.
-
Lögð eru fram erindi þriggja meðmælenda til yfirkjörstjórnar þar sem því er lýst yfir að viðkomandi meðmælandi kannist ekki við að hafa undirritað meðmælalista með framboðslista.
Yfirkjörstjórn felur skrifstofu borgarstjórnar að senda viðkomandi meðmælendum ljósrit af undirritun sinni og óska eftir upplýsingum um hvort um undirskrift viðkomandi sé að ræða.
Fundi slitið klukkan 15:18