Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 16

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, laugardaginn 14. maí, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 07:10. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Ásta Karen Ágústsdóttir, Bjarni Sigtryggsson, Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann. Með á fundinum eru þau Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Bjarni Þóroddsson, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar.

Þetta gerðist:

 1. Fært er í gerðabók að klukkan 22:00, föstudaginn 13. maí sl., voru 7 atkvæðakassar með atkvæðum greiddum utan kjörfundar sótt til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu af Guttormi Þorsteinssyni f.h. yfirkjörstjórnar og Páli Hilmarssyni og Helga Eiríki Eyjólfssyni starfsmönnum yfirkjörstjórnar og færðir í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Inngangar að borgarstjórnarsal voru innsiglaðir með þeim innsiglisnúmerum sem greinir í fylgiskjali með fundargerð þessari. Viðstaddur móttöku atkvæðakassa og innsiglun borgarstjórnarsalar er Unnur Hjaltadóttir, aðstoðarmaður umboðsmanns framboðslista Pírata.

 2. Fært er í gerðabók að klukkan 06:24 í morgun voru innsigli að atkvæðageymslu á 3. hæð borgarstjórnarhúss, sem öll voru heil, rofin af Helgu B. Laxdal.

 3. Á tímabilinu 07:10-07:55 fer afhending kjörgagna til hverfiskjörstjórna fram að viðstöddum eftirfarandi umboðsmönnum framboðslista: Rúnari Sigurjónssyni, Flokki fólksins, Jóhanni Karli Sigurðssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Erni Sigurðssyni, Reykjavík, bestu borginni, Láru V. Júlíusdóttur, Samfylkingunni, Kristjáni Erlendssyni, Gísla Kr. Björnssyni og Sólrúnu Sverrisdóttur, Sjálfstæðisflokki, Þórdísi Bjarnleifsdóttur og Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, Sósíalistaflokki og Steinari Harðarsyni og Torfa Stefáni Jónssyni, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

  Á fundinn koma eftirtaldir fulltrúar hverfiskjörstjórna sem taka á móti kjörgögnum, atkvæðakössum og utankjörfundaratkvæðum, sem kvittað er fyrir á fylgiskjali með fundargerð þessari: 1) Álftamýrarskóli: Stefán Snær Stefánsson og Guðni Friðrik Oddsson, 2) Árbæjarskóli: Sævar Bachmann Kjartansson og Sverrir Páll Sverrisson, 3) Borgarbókasafnið Kringlunni: Ívar Vincent Smárason og Daníel E. Arnarsson, 4) Borgaskóli: Steinar Örn Steinarsson og Una Sveinsdóttir, 5) Breiðagerðisskóli: Benedikt Hallgrímsson og Ólöf Sunna Jónsdóttir, 6) Breiðholtsskóli: Tryggvi Dór Gíslason og Anna Jóna Baldursdóttir, 7) Dalskóli: Halldór Frímannsson og Íris Davíðsdóttir, 8) Foldaskóli: Viktor Ásgeirsson og Davor Purusic, 9) Frostaskjól: Drífa Baldursdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir, 10) Hagaskóli: Ágúst Arnórsson og Svava Svanborg Steinarsdóttir, 11) Hlíðaskóli: Jón Pétur Skúlason og Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, 12) Höfðatorg: Eiríkur Búi Halldórsson og Ólafur Sólimann Helgason, 13) Ingunnarskóli: Guðmundur Dagur Jóhannsson og Sólveig Rós Másdóttir, 14) Íþróttamiðstöðin Austurbergi: Elvar Örn Arason og Sandra Grétarsdóttir, 15) Kjarvalsstaðir: Ásbjörn Jónasson og Kristjana Fenger, 16) Klébergsskóli: Kolbrún Hulda Edvardsdóttir og Auður Björgvinsdóttir, 17) Laugalækjarskóli: Brynhildur Bolladóttir og Hugrún Ösp Reynisdóttir, 18) Menntaskólinn við Sund: Hanna Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, 19) Norðlingaskóli: Helga Björg Ragnarsdóttir og Ragnhildur Ísaksdóttir, 20) Ráðhús Reykjavíkur: Benedikt Hjartarson og Ingunn Elísabet Markúsdóttir, 21) Rimaskóli: Theodór Kjartansson og Herdís Jóhannsdóttir, 22) Vesturbæjarskóli: Anna Kristinsdóttir og Ívar Karl Bjarnason, 23) Ölduselsskóli: Ásþór Sævar Ásþórsson og Hörður M. Harðarson.

  Með framangreindum hætti eru afhentir 95.500 kjörseðlar í 97 kjördeildir á 23 kjörstöðum Reykjavíkur.

 4. Klukkan 08:05 er 5.910 afgangsseðlum í vörslu yfirkjörstjórnar komið fyrir í læstri geymslu á 2. hæð borgarstjórnarhúss, sem er innsigluð, að viðstöddum umboðsmönnum framboðslista, af Ara Karlssyni f.h. yfirkjörstjórnar með innsiglisnúmeri því sem greinir í fylgiskjali með fundargerð þessari.

 5. Klukkan 08:28 eru innsigli að borgarstjórnarsal, sem voru heil, rofin af Ara Karlssyni f.h. yfirkjörstjórnar.

 6. Klukkan 09:00 hefst kjörfundur á kjörstöðum í Reykjavík.

 7. Klukkan 09:20 berst ábending úr Borgarbókarsafni Kringlunni um kosningaauglýsingu í biðskýli við Verslunarskóla Íslands sem er í sjónlínu við inngang kjörstaðar á 2. hæð. Eftir að yfirkjörstjórn berst mynd frá innganginum er ljóst að enda þótt skjáauglýsing sé í biðskýlinu er ekki unnt að greina efni hennar.

 8. Klukkan 09:30 heldur yfirferð og flokkun atkvæðabréfa áfram af hálfu yfirkjörstjórnar í borgarstjórnarsal.

  Innsigli á mótteknum atkvæðakössum frá sýslumanni, sem öll voru heil, eru rofin að viðstöddum eftirfarandi umboðsmönnum framboðslista: Haraldi G. Sigfússyni, Ábyrgri framtíð, Rúnari Sigurjónssyni, Flokki fólksins, Hauki Loga Karlssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Unni Hjaltadóttur, Pírötum, Erni Sigurðssyni, Reykjavík, bestu borginni, Láru V. Júlíusdóttur, Samfylkingu, Gísla Kr. Björnssyni og Leifi Skúlasyni Kaldal, Sjálfstæðisflokki og Þórdísi Bjarnleifsdóttur og Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, Sósíalistaflokki.

 9. Klukkan 09:46 óskar Unnur Hjaltadóttir aðstoðarmaður umboðsmanna framboðslista Pírata eftir því að bóka í gerðabók að ekki hafi verið búið að rjúfa innsigli að áhorfandapöllum 3. hæð borgarstjórnarsalar þegar flokkun utankjörfundaratkvæða hófst.

  Yfirkjörstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

  Aðstoðarmaður umboðsmanns Pírata var viðstaddur ásamt öðrum umboðsmönnum í borgarstjórnarsal þegar innsigli á mótteknum atkvæðakössum frá embætti sýslumanns bárust. Þegar flokkun atkvæða hófst var umboðsmönnum boðið að vera viðstaddir á áhorfendapöllum en láðst hafði að opna innganga að áhorfendapöllum. Um leið og aðstoðarmaður benti á þetta voru innsigli rofin og inngangar opnaðir.

 10. Klukkan 10:00 fara Helga Björk Laxdal og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir á kjörstaðina Borgarbókasafn Kringlunni, Borgaskóla, Breiðagerðisskóla, Dalskóla, Foldaskóla, Menntaskólann við Sund og Rimaskóla og taka í sína vörslu lykla að atkvæðakössum.

 11. Klukkan 10:00 fara Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann á kjörstaðina Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Ingunnarskóla, Íþróttamiðstöðina Austurbergi, Kjarvalsstaði og Ölduselsskóla og taka í sína vörslu lykla að atkvæðakössum.

 12. Klukkan 10:00 er kjörsókn í Reykjavík 2,29%.

 13. Klukkan 11:00 er kjörsókn í Reykjavík 5,71%.

 14. Klukkan 12:00 er kjörsókn í Reykjavík 10,24%.

 15. Klukkan 12:20 koma Helga B. Laxdal, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Helgi Bergmann til baka af kjörstöðum.

 16. Fært er í gerðabók að ábendingar hafi borist um að blindraspjöld séu ekki til staðar í öllum kjördeildum á kjörstöðum kjördæmisins sem sé ekki í samræmi við ákvæði 24. gr. reglugerðar nr. 388/2022 um kjörgögn, atkvæðakassa o.fl. við kosningar.

  Yfirkjörstjórn bókar eftirfarandi:

  Í 24. gr. reglugerðar nr. 288/2022 er kveðið á um það að að lágmarki skuli vera tiltækt eitt blindraspjald í hverri kjördeild. Í ákvæði 57. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis var kveðið á um það að í hverjum kjörklefa skyldi vera blindraspjald. Í fyrrgreindu ákvæði 24. gr. reglugerðar er hins vegar mælt fyrir um að í kjördeild skuli vera tiltækt blindraspjald. Á hverjum kjörstað í Reykjavík eru tiltæk blindraspjöld til notkunar í kjördeildum og með vísan til þessa telur yfirkjörstjórn að framkvæmd sé hér til samræmis við ákvæði 24. gr. reglugerðarinnar og því ekki um annmarka á framkvæmd um að ræða.

 17. Klukkan 13:00 er kjörsókn í Reykjavík 14,89%.

 18. Klukkan 13:02 kemur Jósef Gunnlaugsson á fund yfirkjörstjórnar og gerir þá athugasemd við yfirkjörstjórn að blýantar séu í kjördeildum.

 19. Klukkan 13:06 er tekið til úrskurðar yfirkjörstjórnar hvort að taka eigi samtals 24 utankjörfundaratkvæði til greina, sbr. 94. gr. kosningalaga, að viðstöddum eftirfarandi umboðsmönnum eða aðstoðarmönnum framboðslista: Haraldi Sigfússyni, Ábyrgri framtíð, Sigurði Þórðarsyni, Flokki fólksins, Jóhanni Karli Sigurðssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Unni Hjaltadóttur og Birgi Steinarssyni, Pírötum, Erni Sigurðssyni, Reykjavík, bestu borginni, Bjarna Jónssyni og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni, Gísla Kr. Björnssyni og Kristján Erlendssyni, Sjálfstæðisflokki, Þórdísi Bjarnleifsdóttur og Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, Sósíalistaflokki, David Erik Mollberg, Viðreisn og Steinari Harðarsyni og Torfa Stefáni Jónssyni, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

  Fyrst eru tekin til úrskurðar utankjörfundaratkvæði sem bárust í innsigluðum atkvæðakassa frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fylgibréf er stimplað en ekki undirritað af kjörstjóra. Yfirkjörstjórn hefur borist staðfesting, dags. í dag, frá embætti sýslumanns um að fylgibréf hafi verið prentað út úr kosningakerfi af starfsmanni sýslumanns sem gegndi starfi kjörstjóra með aðgang að kosningakerfi.

  Með vísan til þessa, úrskurðar yfirkjörstjórnar á fundi 13. maí sl. og þeirrar grunnreglu að þrátt fyrir annmarka beri að reyna að skýra ákvæði laga kjósanda í hag, telur yfirkjörstjórn að enginn vafi leiki hér á því að kjósandi hafi sannarlega greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, en kjörstjóra hafi láðst fyrir mistök að undirrita fylgibréfin og úrskurðar því yfirkjörstjórn að taka eigi atkvæðin til greina.

  Næst er tekið til úrskurðar hvort taka eigi til greina 9 utankjörfundaratkvæði, öll frá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem eiga það sameiginlegt að fylgibréf er undirritað af kjörstjóra, en fylgiseðill er ekki stimplaður með embættisstimpli.

  Gengið hefur verið úr skugga um að bréfin séu undirrituð af kjörstjóra og með vísan til ítrekaðra fordæma úrskurðar yfirkjörstjórn að atkvæðin eigi öll að taka til greina.

  Þá er tekið til úrskurðar hvort taka eigi til greina 9 utankjörfundaratkvæði sem eiga það öll sameiginlegt að fylgiseðill er undirritaður af kjósanda og kjörstjóra, en ekki hefur verið hakað við á fylgibréfi hvort aðstoð hafi verið veitt eða kosið hafi verið í einrúmi. Yfirkjörstjórn telur engan vafa hér um það að kosning hafi farið fram samkvæmt reglum enda þótt ekki hafi verið hakað við valmöguleika á seðlinum og úrskurðar því að atkvæðin skuli tekin til greina.

  Þá er tekið til úrskurðar hvort taka eigi til greina 3 utankjörfundaratkvæði sem eiga það öll sameiginlegt að fylgiseðill er hvorki undirritaður af kjósanda né er merkt að kosið hafi verið með aðstoð. Til samræmis við ítrekuð fordæmi úrskurðar yfirkjörstjórn að þessi atkvæði skuli ekki tekin til greina.

  Að síðustu er úrskurðað að ekki skuli taka 2 utankjörfundaratkvæði til greina sem fara í bága við a. lið, 1 atkvæði, og e. og f. lið lið, 1 atkvæði, 1. mgr. 94. gr. kosningalaga, en tekið skuli til greina 1 atkvæði þar sem ekki sé um annmarka þar að ræða.

  Samtals úrskurðar yfirkjörstjórn því að til greina skuli taka taka 19 utankjörfundaratkvæði en ekki skuli taka 5 atkvæði til greina.

 20. Klukkan 13:48 fara Bjarni Sigtryggsson og Ásta Karen Ágústsdóttir á kjörstaðina Álftamýrarskóla, Höfðatorg, Laugalækjarskóla og Norðlingaskóla og taka lykla að fyrri atkvæðakössum í sína vörslu.

 21. Klukkan 14:00 er kjörsókn í Reykjavík 20,53%.

 22. Klukkan 14:40 koma Bjarni Sigtryggsson og Ásta Karen Ágústsdóttir til baka af kjörstöðum.

 23. Klukkan 15:00 er kjörsókn í Reykjavík 26,14%.

 24. Lagður er fram tölvupóstur umboðsmanns Viðreisnar, dags. í dag, um tilnefningu Daða Más Kristóferssonar sem aðstoðarmanns umboðsmanns fyrir hönd framboðsins við flokkun og talningu.

 25. Klukkan 15:05 er innsigli að atkvæðageymslu, sem var heilt, rofið til þess að sækja aðföng. Geymsla er aftur innsigluð en innsiglisnúmer er að finna í fylgiskjali með fundargerð þessari.

 26. Klukkan 16:00 er kjörsókn í Reykjavík 31,88%.

 27. Klukkan 16:40 fara Ásta Karen Ágústsdóttir og Bjarni Sigtryggsson og sækja atkvæðakassa til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

 28. Klukkan 17:00 er kjörsókn í Reykjavík 36,93%.

 29. Frá kl. 17:00 berast fyrri atkvæðakassar af öllum kjörstöðum, að undanskildum Klébergsskóla, til talningarstaðar í Laugardalshöll vegna flokkunar og undirbúnings talningar. Fyrir hönd yfirkjörstjórnar eru mættir Tómas Hrafn Sveinsson og Helgi Bergmann sem verða viðstaddir við flokkun atkvæða. Þar eru jafnframt mætt talningarstjórarnir Guðjón Örn Helgason, Bryndís Bachmann og Svava G. Stefánsdóttir auk starfsfólks við flokkun og eftirtaldir umboðsmenn framboðslista: Sigurður Þórðarson, Flokki fólksins, Þórður Viggó Guðjohnsen og Haukur Logi Karlsson, Framsóknarflokki, Óttar Ottósson, Miðflokki, Birgir Steinarsson, Pírötum, Örn Sigurðsson, Reykjavík, bestu borginni, Auður Alva Ólafsdóttir og Lára V. Júlíusdóttir, Samfylkingunni, Leifur Skúlason Kaldal og Gísli Kr. Björnsson, Sjálfstæðisflokki, Elísabet Ingileif Auðardóttir og Unnur Heiða Gylfadóttir, Sósíalistaflokki, Steinar Harðarson og Torfi Stefán Jónsson, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og Daði Már Kristófersson, Viðreisn.

 30. Klukkan 17:30 koma Bjarni og Ásta til baka og flytja atkvæðakassa frá sýslumanni í borgarstjórnarsal þar sem innsigli hans, sem eru heil, eru rofin af Ara Karlssyni að viðstöddum Evu Helgadóttur, Bjarna Sigtryggssyni og Ástu Karen Ágústsdóttur. Jafnframt er viðstödd Unnur Hjaltadóttir aðstoðarmaður umboðsmanna framboðslista Pírata. Móttekin eru 77 atkvæði og flokkun atkvæðasendinga í kjördeildir hefst. Henni lýkur kl. 17:56.

 31. Klukkan 18:02 er talningarstað í Laugardalshöll lokað og inngangar hans innsiglaðir af Þórhildi Lilju Ólafsdóttur og Helgu B. Laxdal f.h. yfirkjörstjórnar með innsiglisnúmerum sem er að finna í fylgiskjali með fundargerð þessari.

 32. Kl. 18:00 er er kjörsókn í Reykjavík 41,97%.

 33. Klukkan 19:05 fer Ari Karlsson með móttekin utankjörfundaratkvæði í Klébergsskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla og Árbæjarskóla.

 34. Klukkan 19:00 er kjörsókn í Reykjavík 46,79%.

 35. Klukkan 19:20 fara Ásta Karen Ágústsdóttir og Bjarni Sigtryggsson með móttekin utankjörfundaratkvæði á Kjarvalsstaði, Laugarlækjarskóla, Menntaskólann við Sund, Breiðagerðisskóla, Álftamýrarskóla og Borgarbókasafn Kringlunni.

 36. Klukkan 19:30 fara Ólöf Magnúsdóttir, Páll Hilmarsson og Viktoría Júlía Laxdal með móttekin utankjörfundaratkvæði á kjörstaðina Hagaskóla, Vesturbæjarskóla, Frostaskjól, Borgaskóla, Foldaskóla, Íþróttamiðstöðina Austurbergi, Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla.

 37. Lagt er fram bréf yfirkjörstjórnar, dags. í dag, vegna erindis kjósanda.

 38. Kl. 20:00 er er kjörsókn í Reykjavík 48,99%.

 39. Klukkan 20:35 koma Bjarni Sigtryggsson og Ásta Karen Ágústsdóttir til baka af kjörstöðum og klukkan 20:38 kemur Ari Karlsson til baka af kjörstöðum.

 40. Kl. 21:00 er kjörsókn í Reykjavík 49,95%.

 41. Klukkan 21:25 fara Eva B. Helgadóttir, Guttormur Þorsteinsson, Ásta Karen Ágústsdóttir og Bjarni Sigtryggsson til talningarstaðar í Laugardalshöll.

 42. Klukkan 22:00 eru innsigli rofin á talningarsal í Laugardalshöll af oddvita yfirkjörstjórnar. Talningarfólk gengur til talningarsalar og talning atkvæða hefst.

 43. Klukkan 22:00 fer Ari Karlsson til talningarstaðar í Laugardalshöll og aðsetur yfirkjörstjórnar er flutt úr Ráðhúsi Reykjavíkur í Laugardalshöll.

 44. Fært er í gerðabók að kjörsókn á kjörfundi í Reykjavík var 49,95%, samtals greiddu atkvæði á kjörfundi 50.134, en á kjörskrá voru 100.374. Heildarkjörsókn í Reykjavík var því 61,1%.

 45. Kl. 22:50 eru tekin til úrskurðar vafaatkvæði úr fyrri flokkun og eru 11 atkvæði úrskurðuð gild og 112 atkvæði ógild að viðstöddum umboðsmönnum eftirfarandi framboðslista: Sigurði Þórðarsyni, Flokki fólksins, Þórði Viggó Guðjohnsen og Hauki Loga Karlssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Birgi Steinarssyni, Pírötum, Láru V. Júlíusdóttur, Samfylkingunni, Gísla Kr. Björnssyni og Sólrúnu Sverrisdóttur, Sjálfstæðisflokki, Eyjólfi Guðmundssyni, Sósíalistaflokki, Daða Má Kristóferssyni, Viðreisn og Steinari Harðarsyni og Torfa Stefáni Jónssyni, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

  Umboðsmenn framboðslista gera ágreining um atkvæði nr. 1-3 á sérstökum fylgiseðlum undirrituðum af umboðsmönnum sem er fest við viðkomandi atkvæði en efni ágreinings er eftirfarandi:

  Ágreiningsatkvæði nr. 1 er atkvæði greitt S-lista, þar sem sem tvö strik eru við ferning listans, en yfirkjörstjórn metur það gilt þar sem vilji kjósanda sé skýr og ágalli varði ekki ógildi sbr. ákvæði 1. mgr. 105. gr. kosningalaga. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks gera ágreining, telja að atkvæðið eigi að meta ógilt, þar sem vilji kjósanda sé ekki skýr og/eða atkvæðið sé auðkennt.

  Ágreiningsatkvæði nr. 2 er atkvæði greitt J-lista en stór rifa er á kjörseðli sem yfirkjörstjórn telur að feli í sér auðkenningu atkvæðis. Umboðsmaður Sósíalistaflokks telur að framangreind rifa sé handahófskennd og feli ekki í sér auðkenningu eða annan ágalla og því beri að meta atkvæðið gilt og greitt J-lista.

  Ágreiningsatkvæði nr. 3 er atkvæði greitt B-lista en stór rifa er á kjörseðli sem yfirkjörstjórn telur að feli í sér auðkenningu atkvæðis. Umboðsmaður Samfylkingar telur að framangreind rifa sé handahófskennd og feli ekki í sér auðkenningu eða annan ágalla og því beri að meta atkvæðið gilt og greitt B-lista.

 46. Klukkan 00:48 óskar Birgir Steinarsson, umboðsmaður framboðslista Pírata, eftir að bóka eftirfarandi:

  Tveir kjörkassar úr seinna holli voru teknir af starfsfólki í flokkun áður en umboðsmönnum gafst færi á að skoða innsigli. Að mati umboðsmanna Pírata var um augljós mannleg mistök að ræða og ekki þörf á frekari aðgerðum. Kassar sem um ræðir voru Höfðatorg, kjördeild 2, kassi 2, Álftamýrarskóli, kjördeild 1, kassi 2.

  Við afhendingu á fyrri kjörkassa úr Norðlingaskóla, kjördeild 2, hafði gleymst að læsa kjörkassa þannig að þegar átti að flytja hann úr sendibíl inn á talningarstað lyftist lokið og tvö innisigli af þremur rofnuðu en þriðja var heilt. Að sögn yfirkjörstjórnar voru vitni að atburðinum; að þetta hefði gerst við flutning og innsiglin voru órofin fyrir. Umboðsmaður Pírata fellst á þessar skýringar og gerir ekki frekari athugasemdir.

  Kjörkassi, sem notaður var í Laugalækjarskóla, kjördeild 4, kassi 2, telst ólöglegur að mati undirritaðs umboðsmanns, þar sem hægt var að smeygja blaði milli loks og kassa eftir að honum hafði verið lokað og læst. Umboðsmaður bætti tveimur innsiglum yfir gatið til að hægt væri að nota kjörkassann í þessum kosningum. Umboðsmaður krefst þess að kjörkassinn verði lagfærður fyrir næstu kosningar, ellegar verði hann tekinn úr umferð. Sambærileg bókun var gerð í gerðabók hverfiskjörstjórnar fyrr í dag.

  Undirritaður umboðsmaður telur það of þröng skilyrði að einungis megi innsigla kjörkassa fyrir kjörfund, í flutningum og eftir að kjörfundi lýkur. Til þess að nýta þennan rétt til innsiglunar þyrfti framboð að hafa 23 umboðsmenn í Reykjavík sem hlýtur að teljast ósanngjörn krafa. Umboðsmaður óskar þess að hverfiskjörstjórnir fái heimildir til að leyfa innsiglun svo lengi sem það tefur ekki framkvæmd kosninga, sbr. heimildir í 11. gr. fundarreglna yfirkjörstjórnar um fleiri en 2 umboðsmenn í kjördeild.

 47. Kl. 01:26 les Eva B. Helgadóttir upp fyrstu tölur sem skiptast með eftirfarandi hætti:

  B-listi Framsóknarflokksins 6.836

  C-listi Viðreisnar 1.816

  D-listi Sjálfstæðisflokksins 8.805

  E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar 69

  F-listi Flokks fólksins 1.646

  J-listi Sósíalistaflokks Íslands 2.925

  M-listi Miðflokksins 884

  P-listi Pírata 4.224

  S-listi Samfylkingarinnar 7.514

  V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 1.552

  Y-listi Ábyrgrar framtíðar 289

  Auðir 647

  Ógildir 112

  Samtals 37.319

   

 48. Klukkan 02:10 er tekið til úrskurðar yfirkjörstjórnar hvort að taka eigi samtals 6 utankjörfundaratkvæði til greina, sbr. 94. gr. kosningalaga, að viðstöddum eftirfarandi umboðsmönnum framboðslista: Sigurði Þórðarsyni, Flokki fólksins, Hauki Loga Karlssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Birgi Steinarssyni, Pírötum, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni, Gísla Kr. Björnssyni, Sólrúnu Sverrisdóttur og Kristján Erlendssyni, Sjálfstæðisflokki, Eyjólfi Guðmundssyni, Sósíalistaflokki, Daða Má Kristóferssyni, Viðreisn og Steinari Harðarsyni og Torfa Stefáni Jónssyni, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

  Tekin eru til greina 2 atkvæði þar sem ekki er merkt við hak á fylgiseðli. Ekki er tekið til greina eitt atkvæði sem fer í bága við a. lið. 1. mgr. 94. gr. kosningalaga og það sama á við um þrjú atkvæði sem fara í bága við e. og f. lið 1. mgr. 94. gr. kosningalaga.

  Þá eru tekin til úrskurðar vafaatkvæði úr síðari flokkun og eru 2 atkvæði úrskurðuð gild en 41 ógild.

 49. Klukkan 3:00 eru vafaatkvæði tekin til úrskurðar yfirkjörstjórnar og eru 2 atkvæði úrskurðuð gild og 59 atkvæði ógild að viðstöddum eftirfarandi umboðsmönnum framboðslista: Sigurði Þórðarsyni, Flokki fólksins, Hauki Loga Karlssyni, Framsóknarflokki, Óttari Ottóssyni, Miðflokki, Birgi Steinarssyni, Pírötum, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingunni, Gísla Kr. Björnssyni, Sólrúnu Sverrisdóttur og Leifi Skúlasyni Kaldal, Sjálfstæðisflokki, Eyjólfi Guðmundssyni, Sósíalistaflokki, Daða Má Kristóferssyni, Viðreisn og Steinari Harðarsyni og Torfa Stefáni Jónssyni, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

  Umboðsmaður Pírata gerir ágreining um atkvæði nr. 4 á sérstökum fylgiseðli undirrituðum af umboðsmanninum sem er viðfest atkvæðinu en samandregið er efni ágreinings eftirfarandi:

  Ágreiningsatkvæði nr. 4 er utankjörfundaratkvæði þar sem stimplað er tvisvar sinnum B, stimplað er A og það síðan útskrifað auk þess sem handskrifað er á atkvæðið „B en ekk A“. Yfirkjörstjórn telur að um auðkenningu sé að ræða og úrskurðar atkvæðið ógilt. Umboðsmaður telur að vilji kjósanda sé skýr, ekki sé um auðkenningu að ræða og meta eigi atkvæðið gilt, greitt B-lista.

 50. Fært er í gerðabók að á tímabilinu 22:53 til kl. 00:45 berast uppgjör ásamt atkvæðakössum, ónotuðum og ónýtum kjörseðlum frá kjörstöðum og óvistuðum utankjörfundaratkvæðum í kjördæminu með eftirfarandi fulltrúum hverfiskjörstjórna:

  Hliðaskóli, kl. 22:53 – Jón Pétur Skúlason og Hildur Kristín Stefánsdóttir, Vesturbæjarskóli, kl. 22:54 – Heiða Kristín Másdóttir og Ívar Karl Bjarnason, Breiðholtsskóli, kl. 23:02 – Tryggvi Dór Gíslason og Anna Jóna Baldursdóttir, Borgarbókasafn Kringlunni, kl. 23:06 – Ívar Vincent Smárason og Daníel E. Arnarsson, Dalskóli, kl. 23:08 – Halldór Frímannsson og Íris Davíðsdóttir, Laugalækjarskóli, kl. 23:16 – Ólafur Ingibergsson og Hugrún Ösp Reynisdóttir, Borgaskóli, kl. 23:18 – Una Sveinsdóttir og Benedikt Smári Skúlason, Breiðagerðisskóli, kl. 23:22 – Benedikt Hallgrímsson og Ólöf Sunna Jónsdóttir, Klébergsskóli, kl. 23:34 – Kolbrún Helga Edvardsdóttir og Auður Björgvinsdóttir, Foldaskóli kl. 23:36 – Davor Purusic og Viktor Örn Ásgeirsson, Rimaskóli, kl. 23:39 – Theodór Kjartansson og Sigríður María Hreiðarsdóttir Ráðhús, kl. 23:40 – Albert Björn Lúðvígsson og Benedikt Hjartarson, Norðlingaskóli, kl. 23:48 – Helga Björg Ragnarsdóttir og Ragnhildur Ísaksdóttir, Árbæjarskóli, kl. 23:54 – Sonja Wiium og Tinna Garðarsdóttir, Kjarvalsstaðir, kl. 23:56 – Ásbjörn Jónasson og Kristjana Fenger, Menntaskólinn við Sund, kl. 00:05 – Hannes Jónsson og Guðbjörg Lára Másdóttir, Ölduselsskóli, kl. 00:05 – Ásþór Sævar Ásþórsson og Hörður M. Harðarson, Ingunnarskóli, kl. 00:15 – Guðmundur Dagur Jóhannsson og Sólveig Rós Másdóttir, Frostaskjól, kl. 00:21 – Silja Bára R. Ómarsdóttir og Linda Björg Logadóttir, Hagaskóli, kl. 00:24 – Kristrún Einarsdóttir og Svava Svanborg Steinarsdóttir, Álftamýrarskóli, kl. 00:35 – Guðni Friðrik Oddsson, Stefán Snær Stefánsson og Lilja Gunnarsdóttir, Höfðatorg, kl. 00:35 – Eiríkur Búi Halldórsson og Kristín Sólnes, Íþróttamiðstöðin Austurbergi, kl. 00:45 – Eyþóra Kristín Geirsdóttir og Elvar Örn Arason.

 51. Klukkan 03:10 yfirgefa umboðsmenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks og Miðflokks fundinn og klukkan 03:16 umboðsmaður Pírata.

 52. Kl. 03:44 les Eva B. Helgadóttir upp aðrar tölur sem skiptast með eftirfarandi hætti:

  B-listi Framsóknarflokksins 9.513

  C-listi Viðreisnar 2.467

  D-listi Sjálfstæðisflokksins 11.848

  E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar 116

  F-listi Flokks fólksins 2.200

  J-listi Sósíalistaflokks Íslands 4.120

  M-listi Miðflokksins 1.269

  P-listi Pírata 5.989

  S-listi Samfylkingarinnar 10.033

  V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2.039

  Y-listi Ábyrgrar framtíðar 445

  Auðir 1.028

  Ógildir 166

  Samtals 51.413

   

 53. Klukkan 03:45 yfirgefa umboðsmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fundinn.

 54. Klukkan 04:15 yfirgefur umboðsmaður Flokks fólksins fundinn.

 55. Klukkan 04:35 liggja fyrir lokatölur þegar talin hafa verið öll greidd atkvæði sem skiptast með eftirfarandi hætti:

  B-listi Framsóknarflokksins 11.227

  C-listi Viðreisnar 3.111

  D-listi Sjálfstæðisflokksins 14.686

  E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar 134

  F-listi Flokks fólksins 2.701

  J-listi Sósíalistaflokks Íslands 4.618

  M-listi Miðflokksins 1.467

  P-listi Pírata 6.970

  S-listi Samfylkingarinnar 12.164

  V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2.396

  Y-listi Ábyrgrar framtíðar 475

  Auðir 1.198

  Ógildir 212

  Samtals 61.359

   

 56. Fundi slitið kl. 04:40 sunnudaginn 15. maí 2022.

  Talningarsal með töldum atkvæðum og öðrum kjörgögnum er í kjölfarið læst og inngangur hans innsiglaður af af Evu B. Helgadóttur með innsiglisnúmeri sem er að finna í fylgiskjali með fundargerð þessari en aðrir inngangar salarins voru áður innsiglaðir, sbr. 31. lið fundargerðar þessarar.

Fundi slitið klukkan 04:40