Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 13

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, fimmtudaginn 4. maí, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:05. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Ásta Karen Ágústsdóttir, Bjarni Sigtryggsson og Helgi Bergmann og í fjarfundarbúnaði Guttormur Þorsteinsson. Með á fundinum voru þau Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Bjarni Þóroddsson, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar.

Þetta gerðist:

  1. Lögð er fram fundargerð fundar yfirkjörstjórnar 28. apríl. sl

    Samþykkt.

  2. Fram fer kynning á fyrirhuguðu fyrirkomulagi flokkunar og talningar við borgarstjórnarkosningar.

    Bryndís Bachmann, Guðjón Örn Helgason og Svava G. Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lagður er fram tölvupóstur RÚV, dags. 2. maí sl., með fyrirspurn um möguleika á því að koma fyrir myndavél yfir kjörstað í Ráðhúsi.

    Yfirkjörstjórn leggur til að erindinu verði synjað með vísan til þess að vafi sé til staðar um lagaheimild fyrir umbeðinni upptöku í lengri tíma af kjörstað.

    Samþykkt.

  4. Upplýst er um að kynningarfundur með umboðsmönnum framboða, sbr. 5. lið fundargerðar fundar yfirkjörstjórnar, dags. 22. apríl sl., hafi verið haldinn 2. maí sl. þar sem Tómas Hrafn Sveinsson og Helga Björk Laxdal fóru yfir framkvæmd kosninga og hlutverk umboðsmanna.

  5. Upplýst er um að fyrir kl. 16:00 í gær hafi borist tilnefningar frá umboðsmönnum þeirra framboða sem hyggjast tilnefna aðstoðarmenn, sbr. 5. lið fundargerðar fundar yfirkjörstjórnar, dags. 22. apríl sl., og að samtals hafi verið tilkynnt um 62 umboðsmenn framboðslista, eða tilnefnda aðstoðarmenn þeirra, við komandi borgarstjórnarkosningar.

  6. Fram fer umræða um fyrirkomulag og verklag við bráðabirgðarannsókn atkvæða greidd utan kjörfundar og móttöku og flutning atkvæðakassa frá sýslumanni, sbr. 92. gr. kosningalaga, sem mun hefjast miðvikudaginn 11. maí nk.

    Kl. 16:03 víkur Tómas Hrafn Sveinsson af fundinum.

Fundi slitið klukkan 16:10