Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 12

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Bjarni Sigtryggsson og Guttormur Þorsteinsson og í fjarfundarbúnaði Helgi Bergmann. Þá voru mætt Bjarni Þóroddsson, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar. Ásta Karen Ágústsdóttir boðaði forföll skömmu fyrir fundinn.

Þetta gerðist:

 1. Lögð er fram fundargerð fundar yfirkjörstjórnar 22. apríl. sl. Samþykkt.

  Samþykkt.

 2. Yfirkjörstjórn leggur fram fundarreglur yfirkjörstjórnar til samþykktar.

  Fram fara umræður.

  Samþykkt.

  Fylgigögn

 3. Starfsfólk upplýsir um eftirfarandi:

  Mönnun kjörstjórna gengur vel.

  Svar mun berast í vikunni frá Laugardalshöll varðandi endanlegan talningarstað.

  Fram fara umræður um verklag og tímasetningu við undirbúning utankjörfundaratkvæða.

  Upplýst er að starfsfólk hafi sótt fund fjölmenningarráðs með yfirskriftinni: Why should I vote? sl. laugardag.

Fundi slitið klukkan 09:38