Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 10

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2022, laugardaginn 9. apríl, var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Viðstödd voru Ari Karlsson, Eva B. Helgadóttir og Tómas Hrafn Sveinsson. Auk þeirra voru mætt á fundinn áheyrnarfulltrúarnir Ásta Karen Ágústsdóttir, Guttormur Þorsteinsson, Lenya Rún Taha Karim og Bjarni Sigtryggsson. Þá voru mætt Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar, Bjarni Þóroddsson, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfsfólk yfirkjörstjórnar.

Þetta gerðist:

  1. Gerðar voru athugasemdir við framaboðslista Pírata í dag, laugardag, þar sem frambjóðandi í 30. sæti uppfyllti ekki kjörgengisskilyrði. Umboðsmaður listans skilaði breytingu á framboðslista og undirritaðri yfirlýsingu Valborgar Sturludóttur sem nýs frambjóðanda í 30. sæti framboðslistans.

  2. Umboðsmaður Framsóknarflokksins skilaði í dag, laugardag, undirrituðum yfirlýsingum frambjóðenda listans eigin hendi og með fullgildri rafrænni undirritun.

  3. Sósíalistaflokkur Íslands hefur óskað þess að nafn frambjóðanda í 16. sæti listans sem er skráður í þjóðskrá undir öðru nafni verði ritað Omel Svavarss.

    Með vísan til þess að frambjóðandinn er kunnur af beitingu eiginnafns síns og kenninafn sem skráð er í þjóðskrá er ritað með öðrum hætti er lagt til að yfirkjörstjórn samþykki beiðnina með vísan til 2. mgr. 37. gr. kosningalaga og að frambjóðandinn verði ritaður á framboðslista sem Omel Svavarss.

    Samþykkt.

  4. Kl. 12:00 koma eftirtaldir umboðsmenn framboðslista til fundarins: Haukur Logi Karlsson og Jóhann Karl Sigurðsson, Framsóknarflokki, Torfi Stefán Jónsson, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands, Örn Sigurðsson, Reykjavíkur, bestu borgarinnar, Rúnar Sigurjónsson, Flokki Fólksins, Jóhannes Loftsson, Ábyrgri framtíð, Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Pírötum, Óttar Ottósson, Miðflokk, Sigurður Ólafsson, Flokki fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands.

    Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar til yfirkjörstjórnar, dags í dag, um að eftir könnun, uppfylli allir framboðnir listar skilyrði framboðs samkvæmt 37. og 39. VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021, með síðari breytingum og allir frambjóðendur uppfylli skilyrði 2. mgr. 6. gr. kosningalaga um kjörgengi frambjóðenda til borgarstjórnar. Við könnun meðmælenda voru þeir meðmælendur sem ekki uppfylltu skilyrði 3. mgr. 39. gr. kosningalaga numdir brott af lista viðkomandi framboðs, en viðkomandi framboð höfðu þrátt fyrir það tilskilinn lágmarksfjölda meðmælenda sbr. 2. mgr. 39. kosningalaga.

    Áður en framboðsfrestur var úti á hádegi í gær föstudag bárúst 11 framboð. Allir framkomnir framboðslistar og frambjóðendur uppfylla hlutaðeigandi skilyrði ákvæða kosningalaga nr. 112/2021 og allir framboðslistar hafa tilskilinn fjölda meðmælenda.

    Með vísan til 46. gr. kosningalaga úrskurðar yfirkjörstjórn alla framboðslista gilda og skulu listar merktir með hliðsjón af auglýsingu dómsmálaráðuneytisins um listabókstafi, að frátöldum lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, sem skal samkvæmt samkomulagi við umboðsmenn listans merktur með listabókstafnum E, sbr. c-lið 1. mgr. sama ákvæðis.

    Úrskurðarorð:

    Eftirtaldir framboðslistar í Reykjavíkurkjördæmi eru gildir í borgarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. merktir eftirfarandi listabókstöfum:

    B-listi Framsóknarflokksins
    C-listi Viðreisnar
    D-listi Sjálfstæðisflokksins
    E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar
    F-listi Flokks fólksins
    J-listi Sósíalistaflokks Íslands
    M-listi Miðflokksins
    P-listi Pírata
    S-listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands
    V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
    Y-listi Ábyrgrar Framtíðar

Fundi slitið klukkan 12:01