Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Ár 2021, miðvikudaginn 24. nóvember var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Viðstödd voru Eva B. Helgadóttir, Ari Karlsson, Tómas Hrafn Sveinsson en auk þeirra: Helga Björk Laxdal, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um áheyrnarfulltrúa. Lagt er til að vekja athygli þeirra framboða, sem ekki stóðu að kjöri borgarstjórnar á fulltrúum í yfirkjörstjórn 19. júní 2018, um heimild samkvæmt 4. mgr. 17. gr. kosningalaga nr 112/2021 að tilnefna áheyrnarfulltrúa. Skrifstofustjóra borgarstjórnar verði falið að tilkynna framboðum um framangreint.
Samþykkt.
-
Fram fara umræður um fyrirkomulag kosninga, tímalína og gildistöku nýrra kosningalaga.
-
Lagt er til að yfirkjörstjórn endurskoði fundarreglur yfirkjörstjórnar nr. 1, 27. apríl 2018, vegna gildistöku nýrra kosningalaga.
Samþykkt.
-
Fram fara umræður um nýja heimild sveitarstjórnar um kjörstjóra sveitarfélaga og fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Fundi slitið klukkan 16:07