Yfirkjörstjórn Reykjavíkur - Fundur nr. 1

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur

Ár 2021, miðvikudaginn 24. nóvember var haldinn fundur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:01. Viðstödd voru Eva B. Helgadóttir, Ari Karlsson, Tómas Hrafn Sveinsson en auk þeirra: Helga Björk Laxdal, Páll Hilmarsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um áheyrnarfulltrúa. Lagt er til að vekja athygli þeirra framboða, sem ekki stóðu að kjöri borgarstjórnar á fulltrúum í yfirkjörstjórn 19. júní 2018, um heimild samkvæmt 4. mgr. 17. gr. kosningalaga nr 112/2021 að tilnefna áheyrnarfulltrúa. Skrifstofustjóra borgarstjórnar verði falið að tilkynna framboðum um framangreint.

    Samþykkt.

  2. Fram fara umræður um fyrirkomulag kosninga, tímalína og gildistöku nýrra kosningalaga.

  3. Lagt er til að yfirkjörstjórn endurskoði fundarreglur yfirkjörstjórnar nr. 1, 27. apríl 2018, vegna gildistöku nýrra kosningalaga.

    Samþykkt.

  4. Fram fara umræður um nýja heimild sveitarstjórnar um kjörstjóra sveitarfélaga og fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Fundi slitið klukkan 16:07