Velferðarráð
SAMEIGINLEGUR FUNDUR VELFERÐARRÁÐS REYKJAVÍKURBORGAR
OG
BARNAVERNDARNEFNDAR REYKJAVÍKUR
Ár 2013, fimmtudaginn 7. mars var haldinn sameiginlegur fundur velferðarráðs Reykjavíkur-borgar og barnaverndarnefndar Reykjavíkur og hófst hann kl. 8.30 að Borgartúni 12-14. Fundurinn var framhald sameiginlegs fundar velferðarráðs Reykjavíkurborgar og barna-verndarnefndar Reykjavíkur sem haldinn var þann 14. febrúar s.l.
Mætt af hálfu velferðarráðs: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Mætt af hálfu barnaverndarnefndar: Sandra Hlíf Ocares, Guðrún Ögmundsdóttir og Þórir Hrafn Gunnarsson.
Gestir fundarins voru: Bragi Guðbrandsson og Páll Ólafsson frá Barnaverndarstofu.
Mætt af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sigríður María Jónsdóttir, Dóra Juliussen, Helga Jóna Sveinsdóttir, Guðrún Marinósdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Eftirtalin gögn voru lögð fram að nýju og fram var haldið umræðum um eftirfarandi
málefni:
1. Lögð fram að nýju samantekt Barnaverndarstofu á samanburði Barnaverndar Reykjavíkur og öðrum barnaverndarnefndum.
Diljá Ámundadóttir tók sæti á fundinum kl. 9.00.
2. Lögð fram að nýju rannsókn Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd sem unnin var að beiðni Barnaverndarstofu; Könnun meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa Barnaverndar Reykjavíkur, desember 2012.
3. Lagt fram að nýju minnisblað Velferðarsviðs um barnavernd í Reykjavík
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarsvið hefur lagt fram minnisblað um viðbrögð við ábendingum í könnun Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu. Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir skriflegum viðbrögðum Barnaverndarstofu og Rannsókna-stofnun í barna- og fjölskylduvernd við minnisblaðinu.
Velferðarráð og fulltrúar í barnaverndarnefnd Reykjavíkur samþykktu eftirfarandi bókun:
Vorið 2011 samþykkti velferðarráð að Barnaverndarstofa yrði fengin til að gera óháða úttekt á Barnavernd Reykjavíkur (BR). Rannsóknarstofa í barna- og fjölskylduvernd (RBF) var fengin til að gera úttektina og gerði í því skyni könnun meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa á Barnavernd Reykjavíkur vorið 2012.
Þrátt fyrir að gripið hafi verið til ýmissa aðgerða í því sambandi á síðastliðnum árum og fjöldi mála á hvern starfsmann hefur minnkað stórlega, þarf að skoða nokkra þætti betur í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2014.
Sameiginlegir fundir velferðarráðs og barnaverndarnefndar leggja áherslu á að við vinnu við fjárhagsáætlun 2014 verði bætt við stöðugildum þannig að viðmiði Barnaverndarstofu um fjölda mála á hvern starfsmann verði náð. Einnig verði unnið að auknu fjármagni til fræðslu, endurmenntunar og stuðnings við starfsfólk vegna aukinnar þyngdar mála.
Áfram verði þrýst á Barnaverndarstofu vegna úrræðaleysis. Áfram þarf að vakta álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur eins og gert hefur verið síðastliðin ár með álags-könnunum sem gerðar eru annað hvert ár.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Könnun meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa Barnaverndar Reykjavíkur sem Rannsókna-stofnun í barna- og fjölskylduvernd framkvæmdi, leiðir í ljós að ákveðnir styrkleikar séu í vinnuumhverfi Barnaverndar Reykjavíkur, en jafnframt mjög alvarlegir veikleikar sem bregðast þurfi við hið fyrsta.
Samkvæmt könnuninni upplifir barnaverndarstarfsfólkið, upp til hópa mikið vinnuálag, streitu og þreytu. Í könnuninni segir að þessir þætti séu að aukast samanborið við niðurstöður fyrri rannsókna. Allir svarendur fundu fyrir mjög eða frekar mikilli gremju og/eða vonleysi þar sem þeir töldu sig ekki geta veitt notendum viðeigandi þjónustu en til samanburðar sögðust rúmlega helmingur starfsmanna barnaverndar á Íslandi finna fyrir streitu/pirringi vegna þessa. Það hlýtur að teljast alvarlegt, að starfsmenn upplifi að geta ekki veitt viðeigandi þjónustu þegar notendur þjónustunnar eru börn í vanda. Mikið bar á sállíkamlegri vanlíðan og/eða óþægindum hjá starfsfólki og hátt hlutfall þeirra var í eða við kulnun.
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur einboðið , miðað við þær grafalvarlegu upplýsingar sem í skýrslunni er að finna, að einskis verði látið ófreistað að leita skýringa á vandanum . Að leitað verði lausna og allar leiðir skoðaðar og þar á meðal breytt verka-skipting Barnaverndar Reykjavíkur og þjónustumiðstöðvanna, aukið fjármagn og afnám pólitísk skipaðrar barnaverndarnefndar.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Fyrirspurnir velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna varðandi samanburð á Barnavernd Reykjavíkur og öðrum barnaverndarnefndum.
Barnaverndarstofa gerði samanburð á Barnavernd Reykjavíkur og öðrum barnaverndar-nefndum. Á ákveðnum sviðum kemur fram nokkur mismunur sem óskað er skýringa á.
Í sumum tilfella er vitnað í töflu sem fylgdi með skýrslu Barnaverndarstofu.
1. Á árunum 2006-2011 hefur heildarfjölda barnaverndarmála fækkað í
Reykjavík úr 1.499 í 1.430. Samanlagður fjöldi barnaverndarmála hjá öðrum nefndum hefur fjölgað úr 2.157 í 2.926 á sama tímabili.
2. Á árunum 2006-2011 hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað um 22,3#PR, en samanlagður fjöldi tilkynningum til annarra barnaverndarnefnda um 30,3#PR.
3. Fjöldi barna sem tilkynnt var um hefur fjölgað í Reykjavík um 20#PR á tímabilinu, en hjá öðrum nefndum hefur þeim fækkað um 4,3#PR á sama tímabili.
4. Hjá Barnavernd Reykjavíkur var heildarfjöldi nýrra kannana samtals 678 en hjá örðum barnaverndarnefndum 1.603. Af þessum könnunum var ekki talin ástæði til frekari afskipta að könnun lokinni í 70,6#PR tilvika hjá Barnavernd Reykjavíkur, en í 47,7#PR tilvika hjá öðrum nefndum. Á árinu 2010 var heildarfjöldi nýrra kannana 2.205. Hjá Barnavernd Reykjavíkur voru nýjar kannanir samtals 666 en hjá örðum barnaverndarnefndum 1.539. Af þessum könnunum var ekki talin ástæði til frekari afskipta að könnun lokinni í 65,0#PR tilvika hjá Barnavernd Reykjavíkur, en í 37,3#PR tilvika hjá öðrum nefndum.
5. Hlutfall barna sem fær stuðningsúrræðum á heimili hefur hækkað í
Reykjavík úr 25,9#PR af heildarfjölda barnaverndarmála í 38,3#PR á tímabilinu sem taflan sýnir en hjá öðrum nefndum hefur þetta hlutfall lækkað úr 51,8#PR í 38,2#PR.
6. Stuðningsúrræðum utan heimilis með samþykki foreldra og barns hefur hlutfallslega fjölgað í Reykjavík úr 8,6#PR árið 2006 í 10,9#PR árið 2011. Á sama tíma hefur samanlagt hlutfallið lækkað hjá öðrum nefndum og var árið 2011 5,3#PR. Hér er átt við úrræði utan heimilis á ábyrgð sveitarfélagsins (skv. 84.gr. bvl.), úrræði á ábyrgð ríkisins (skv.79.gr. bvl.) og fósturráðstafanir.
7. Hlutfall barna þar sem barnaverndarnefnd úrskurðaði um vistun barns utan heimilis í allt að tvo mánuði (skv. 27. gr. bvl) var hæst árið 2010 hjá Barnavernd Reykjavíkur eða 1,8#PR af heildarfjölda barnaverndarmála (27 börn). Samanlagt hlutfall hjá öðrum nefndum var hæst árið 2006 (20 börn) og 2011 (27 börn) eða 0,9#PR af heildarfjölda barnaverndarmála. Hér er átt við úrræði utan heimilis á ábyrgð sveitarfélagsins (skv. 84.gr. bvl.), úrræði á ábyrgð ríkisins (skv.79.gr. bvl.) og fósturráðstafanir.
8. Hlutfall barna þar sem dómstólar úrskurðuðu um vistun barns í allt að 12 mánuði (skv. 28.gr. bvl) var hæst 0,7#PR árin 2008 og 2010 (11 börn hvort ár) hjá Barnavernd Reykjavíkur, en samanlagt hjá öðrum nefndum hefur þetta hlutfall verið frá 0,0#PR - 0,2#PR á því tímabili sem taflan sýnir (flest börn árið 2011 eða samtals 7 börn).
9. Hlutfall barna þar sem krafa var gerð fyrir dómi um sviptingu forsjár var 0,8#PR í Reykjavík árin 2007 og 2011. Hlutfall af samanlögðum heildarfjölda barnaverndarmála annarra nefnda en Reykjavíkur er frá 0,1#PR upp í mest 0,5#PR árið 2006.
10. Hlutfall barna þar sem barnaverndarnefnd greip til neyðarráðstöfunar skv. 31. gr. bvl hefur farið úr 0,5#PR í 2,2#PR af heildarfjölda barnaverndarmála í Reykjavík frá árinu 2006-2011. Ef samanlagður fjöldi fyrir aðrar barnaverndarnefndir er skoðaður þá er þetta sama hlutfall lægst 0,7#PR árið 2009, en hæst 1,3 árin 2006, 2007 og 2011.
11. Hlutfall talsmanna af heildarfjölda barnaverndarmála hjá Barnavernd Reykjavíkur hefur aukist úr 2,1#PR í 5,0#PR. Hlutfall talsmanna af heildarfjölda barnaverndarmála hjá öðrum barnaverndarnefndum en Reykjavík var mestur árið 2006 eða 1,4#PR (31 barn), en minnstur árið 2009 eða 0,6#PR.
12. Hlutfallið af heildarfjölda barnaverndarmála var 8,0#PR árið 2011, en það var hæst árið 2006 eða 11,2#PR.Hjá samanlögðum fjölda annarra barnaverndarnefnda var hlutfallið v hæst árið 2006 eða 38,3#PR, en lægt árið 2011 eða 12,2#PR.
13. Í umræddir töflu má sjá að hlutfall barna af heildarfjölda barnaverndarmála hjá Reykjavík þar sem sótt var um meðferðarheimili, Stuðla, MST eða fóstur til Barnaverndarstofu var hæst árið 2011 á því tímabili sem taflan sýnir. Hlutfallið var 10,3#PR árið 2011, en lægst var það 6,7#PR árið 2009. Hvað varðar aðrar nefndir en Reykjavík þá er þetta hlutfall hæst árið 2009 eða 6,8#PR en lægst árið 2006 eða 4,7#PR.
Fulltrúar í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði lögðu fram sameiginlega bókun:
Úttekt Rannsóknarstofu í barna og fjölskylduvernd (RBF) meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa á Barnavernd Reykjavíkur vorið 2012 leiðir í ljós álag á starfsfólki Barnaverndar Reykjavíkur. Hins vegar kemur einnig fram að starfsfólk er ánægt í starfi, það er mjög ánægt með samstarfsfólk, fjölbreytileika vinnu, frelsi til ákvörðunartöku, vinnutíma, starfsöryggi, að geta nýtt hæfileika sína og faglega reynslu og geta skipulagt sjálft hvenær verkefni eru unnin. Svo til engir árekstrar eru á milli starfsfólks og samskipti milli samstarfsfólks eru mjög góð. Starfsfólk upplifir ekki óljósar væntingar yfirmanna, óljósar starfsskyldur eða að valda ekki starfinu. Einnig gengur því vel að samræma vinnu og einkalíf og er ánægt með þann sveigjanleika sem er á vinnustaðnum. Jafnframt eiga allir kost á handleiðslu sem vinnustaðurinn borgar og starfsfólk upplifir stuðning frá yfirmönnum og mjög mikinn stuðning frá samstarfsfólki. Samskipti við skóla, þjónustumiðstöðvar og heilsugæslu eru góð að mati starfsfólks.
Á sameiginlegum fundi barnaverndarnefndar og velferðarráðs hér í dag tóku fulltrúar starfmanna Barnaverndar Reykjavíkur undir hversu gott væri að vinna á Barnavernd Reykjavíkur þó svo álagið sé mikið. Hins vegar stendur upp úr starfsánægja og samheldni hópsins. Þá hefur verið tekið á mörgum málum er varða vinnuumhverfið og stuðning yfirmanna undanfarið ár og vilji til að gera betur.
4. Lögð fram skýrsla og tillögur starfshóps á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-svæðinu um sameiginlega bakvakt barnaverndar.
Velferðarráð óskar eftir umsögn Velferðarsviðs, þar með talið Barnaverndar Reykja-víkur, á þessum tillögum.
Fundi slitið kl. 11.20
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Sverrir Bollason (sign) Karl Sigurðsson (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Þorleifur Gunnlaugsson (sign)
Dilja Ámundadóttir (sign) Sandra Hlíf Ocares (sign)
Guðrún Ögmundsdóttir (sign) Þórir Hrafn Gunnarsson (sign)