Velferðarráð - sameiginlegur fundur með barnaverndarnefnd

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2009, miðvikudaginn 29. apríl var haldinn sameiginlegur fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar og Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir af hálfu velferðarráðs: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Mættir af hálfu barnaverndarnefndar: Halldór V. Frímannsson, Kolbrún Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir, Guðlaug Magnúsdóttir og Dögg Proppé Hugosdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Helga Jóna Sveinsdóttir, Dóra Juliussen, Þorsteinn Hjartarson, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Anna Sigríður Örlygsdóttir, Sigríður M. Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð síðasta sameiginlegs fundar barnaverndarnefndar og velferðarráðs frá 12. desember 2007.

2. Kynning á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfsemi sviðsins.

3. Kynning á Barnavernd Reykjavíkur.
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur kynnti starfsemina.

4. Lögð fram til kynningar skýrsla samráðshóps um framkvæmd samskipta og samstarfs milli Barnaverndar og þjónustumiðstöðva dags. í apríl 2009.
Skrifstofustjóri velferðarmála kynnti efni skýrslunnar.

5. Lögð fram drög að breytingum á reglum um samráð og ábyrgðarskiptingu milli Barnaverndar og þjónustumiðstöðva.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Reglurnar voru samþykktar samhljóða.

6. Staða mála hjá Barnavernd Reykjavíkur í dag.
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur gerði grein fyrir málinu.
Almennar umræður og fyrirspurnir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í velferðarráði og barnaverndarnefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðarráði og barnaverndarnefnd þakka starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur þá hlýju, einurð og umhyggju sem þau sýna í erfiðum störfum fyrir börn og foreldra þeirra í Reykjavík. Vísbendingar eru nú um að sú reynsla annarra landa að barnaverndarmálum fjölgi í kreppu eigi einnig við hér. Reykjavíkurborg setti strax í október í gang sérstakt teymi, Börnin í borginni, sem ætlað er að fylgjast með líðan barna í skólum borgarinnar. Jafnframt fylgist aðgerðateymi Velferðarsviðs vegna efnahagsástands með tilkynningum til Barnaverndar og með óskum um aðstoð skólasálfræðinga á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Mikil áhersla er lögð á að bregðast tímanlega við vanda.
Með tilliti til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið og vísbendinga um aukið álag hjá Barnavernd Reykjavíkur er óskað eftir því að sviðsstjóri Velferðarsviðs og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur fari yfir stöðuna og geri viðbragðsáætlun miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir um þróun mála hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viðbragðsáætlun verði lögð fyrir velferðarráð og barnarverndarnefnd Reykjavíkur sem fyrst.
Velferðarráð og barnaverndarnefnd munu fylgjast náið með framvindu mála næstu vikur og mánuði og bregðast við til að tryggja börnum og foreldrum nauðsynlega þjónustu þegar og ef þörf reynist.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í velferðarráði og barnaverndarnefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna í velferðaráði og barnaverndarnefnd vilja taka undir þakkir til starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur. Ljóst er að efnahagsástandið er nú þegar farið að skila sér í fjölgun barnaverndarmála og auknu álagi sem þó var mikið fyrir. Við teljum mikilvægt að vinna frekar með þær upplýsingar sem lagðar voru fyrir fundinn og væntanlegar eru vegna nýlegrar fyrirspurnar okkar í borgarráði. Kallað er eftir skýrum vilja fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um hvernig bregðast skuli við þessari alvarlegu stöðu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í velferðarráði og barnaverndarnefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ítrekar fyrri bókun sína þar sem meðal annars kemur fram að óskað er eftir að sviðsstjóri Velferðarsviðs og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur fari yfir stöðuna og geri viðbragðsáætlun.
Minnt skal á að rekstur og starfsmannamál er í höndum sviðsstjóra Velferðarrsviðs og á ábyrgð hans að koma með tillögur til ráðsins um nauðsynlegar aðgerðir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks treysta stjórnendum til þess að meta mannaflsþörf á sviðinu hverju sinni.

Fundi slitið kl. 15.15

Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hallur Magnússon
Björk Vilhelmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Þorleifur Gunnlaugsson

Halldór V. Frímannsson
Kolbrún Baldursdóttir Salvör Gissurardóttir
Guðlaug Magnúsdóttir Dögg Proppé Hugosdóttir