Velferðarráð - sameiginlegur fundur

Velferðarráð

SAMEIGINLEGUR FUNDUR VELFERÐARRÁÐS REYKJAVÍKURBORGAR OG
BARNAVERNDARNEFNDAR REYKJAVÍKUR

Ár 2013, fimmtudaginn 14. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefndar Reykjavíkur og hófst hann kl. 8.30 að Borgartúni 12-14.
Mætt af hálfu velferðarráðs: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason og Þorleifur Gunnlaugsson.
Mætt af hálfu barnaverndarnefndar: Sandra Hlíf Ocares, Kolbrún Baldursdóttir, Andri Óttarsson og Guðrún Ögmundsdóttir.
Gestir fundarins voru: Bragi Guðbrandsson og Páll Ólafsson frá Barnaverndarstofu og Steinunn Hrafnsdóttir frá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd.
Mætt af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Anna Sigríður Örlygsdóttir, Sigríður María Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt samantekt Barnaverndarstofu á samanburði á Barnavernd Reykjavíkur og öðrum barnaverndarnefndum.
Bragi Guðbrandsson og Páll Ólafsson frá Barnaverndarstofu kynntu samantektina.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9.45.

2. Kynnt könnun Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd sem unnin var að beiðni Barnaverndarstofu: Könnun meðal félagsráðgjafa og ráðgjafa Barnaverndar Reykjavíkur, desember 2012.
Steinunn Hrafnsdóttir frá Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnti könnunina.

Kolbrún Baldursdóttir og Jórunn Frímannsdóttir viku af fundi kl.10.02.

3. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um barnavernd í Reykjavík.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð og barnaverndarnefnd samþykkja að halda annan fund um málefnið þann 7. mars n.k. kl. 8.30.

Fundi slitið kl. 10.25
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Heiða Kristín Helgadóttir (sign)  Sverrir Bollason (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)

Sandra Hlíf Ocares (sign)
Andri Óttarsson (sign)  Guðrún Ögmundsdóttir (sign)