Velferðarráð - Fundur nr. 99

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2009, miðvikudaginn 11. febrúar var haldinn 99. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.00 á velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Kynning mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar á stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum.
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

2. Staða mála vegna aðgerðaráætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir stöðunni.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í velferðarráði leggja til að skýrslur vegna stöðu mála vegna aðstæðna í efnahagslífinu, sem eðli málsins samkvæmt eru orðnar fastur liður á fundum ráðsins, verði framvegis sendar út með gögnum fyrir fund.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er nú þegar ljóst að forsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar hvað varðar atvinnuleysi eru brostnar. Í forsendunum er reiknað með 7#PR atvinnuleysi að meðaltali yfir árið en því var náð strax í janúar. Nú er atvinnuleysi í Reykjavík um eða yfir 8#PR og lokun stórfyrirtækja og hópuppsagnir tengdar þeim segja okkur því miður ekki annað en að atvinnuleysi vaxi hraðar en nokkurn óraði fyrir. Þetta hefur ótvíræðar afleiðingar fyrir starfsemi velferðarsviðs hvað varðar aukna þörf á mannafla sem og þörf á auknu fjármagni. Til að mynda þýðir aukning á atvinnuleysi um 1 #PR umfram forsendur kostnaðarauka sem nemur um það bil 150 milljónum. Það er því mikilvægt að fulltrúar velferðarráðs séu vel á verði og gripið verði til viðeigandi ráðstafana nú og í endurskoðun fjárhagsáætlunar í mars.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir því að sveiflur verði í atvinnuleysi í Reykjavík á árinu en að meðaltalsatvinnuleysi í Reykjavík yfir árið verði 7#PR. Atvinnuleysi í Reykjavík í janúarmánuði var 6.6 #PR samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í forsendum fjárhagsáætlunar er fjárhagsaðstoð bundinn liður sem þýðir að aukið fé komi með aukinni þörf og því sé ekki ástæða til endurskoðunar hvað það varðar. Varðandi aukna þörf á mannafla þá er það á höndum sviðsstjóra velferðarsviðs að meta álagið á hverjum tíma og gera ráðstafanir eftir því sem við á.

3. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja til velferðarmála fyrir árið 2009.
Meðferð beiðni um styrk frá Fjölskylduhjálpinni er frestað.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Samþykktir hafa verið styrkir upp á tæpar 29 milljónir. Þjónustusamningar nýir og gamlir eru samtals á árinu 2009 tæpar 93 milljónir. Styrkir til áfangaheimila eru tæpar 11 milljónir og styrkir vegna innri leigu tæpar 47 milljónir. Samtals fer þannig í styrki og aðra samninga á vegum velferðarsviðs um 180 milljónir. Í ljósi erfiðs efnahagsástands er ljóst að ekki var hægt að verða við nema broti af þeim óskum sem bárust velferðarráði um styrki. Lögð var áhersla á að styðja sérstaklega við þá aðila sem búast má við að álag muni aukast á í versnandi árferði s.s. Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar auk þess sem aðgerðarhópur borgarráðs hafði áður lagt aukið fjármagn til Rauða Kross Íslands, Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Styrkur til Fjölskylduhjálpar Íslands verður afgreiddur sérstaklega.

4. Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps um aukna þátttöku notenda í framkvæmd félagsstarfs. Ennfremur lögð fram tillaga að undirbúningi og innleiðingu á aukinni þátttöku notenda í framkvæmd félagsstarfs.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að í stýrihópi um félagsstarf aldraðra verði auk þeirra sem getið er í upprunalegu tillögunni fulltrúi frá Félagi eldri borgara og fulltrúi frá ÍTR.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Velferðarráð samþykkir að fela velferðarsviði að efna til viðræðna við Íþrótta- og tómstundasvið um kosti þess að félags- og íþróttastarf aldraðra verði framvegis á þeirra vegum, enda geti það leitt til betri og heildrænni þjónustu við alla aldurshópa á þessu sviði.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Fulltrúar í velferðarráði þakka starfsmönnum sviðsins fyrir góða greinagerð um félagsstarf aldraðra og fagna því að stefnt sé að aukinni þátttöku notenda í framkvæmd félagsstarfsins. Aukin sjálfstýring, fjölbreytni og þátttaka í félagsstarfinu er lykillinn að því að það geti þrifist í nútímasamfélagi og þjónað fjölbreyttum hópi notenda. Tillögurnar sem nú hafa verið samþykktar í ráðinu eru vel til þess fallnar að geta myndað góða samstöðu um þessa jákvæðu breytingu.

5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur ársins 2008.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 6. febrúar 2009 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 28. janúar sl. varðandi flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélags.

7. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fengist hefur staðfesting á því að Invis ehf framkvæmdi úttekt á þjónustumiðstöðvum borgarinnar í september 2008 – febrúar 2009. Úttektin var unnin samkvæmt verðtilboði kr. 2.968.350. Af því tilefni er spurt um eftirfarandi:
1. Hvaða þjónustu hefur fyrirtækið veitt velferðasviði frá því í maí 2006 ?
2. Hvað hefur sviðið greitt fyrir það ?
3. Hvernig var staðið að vali á úttektaraðila ?
4. Hefur verið samið við aðra um úttektir frá því í maí 2006 og sé svo, hvað hafa þeir fengið greitt fyrir verkið ?

8. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Nú er að koma til framkvæmda niðurskurður á launakostnaði starfsfólks. Reykjavíkurborg áætlar að spara samtals um 1320 milljónir fyrir árið 2009 og mun velferðarsvið spara 155 milljónir eða 26#PR af yfirvinnu sviðsins. Í ljósi þess að ekkert pólitískt samráð hefur átt sér stað um launasparnað, þrátt fyrir gefin loforð, þá spyrja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna:
1. Á að taka tillit til gífurlegs álags hjá sumum starfsmönnum og á sumum starfsstöðvum sviðsins vegna kreppunnar?
2. Er tekið tillit til þess að sviðið rekur nokkrar sólarhringsstofnanir fyrir börn, fatlaða og aldraða?
3. Rúmur helmingur starfsmanna velferðarsviðs (53#PR í nóv. og des. 2008) er með heildarlaun undir 300 þús. á mánuði miðað við 100#PR starf. Þeir sem eru með þessi laun eiga ekki að taka á sig skerðingu samkvæmt upplýsingum frá mannauðsstjóra. Hver verður þá meðaltalsskerðingin hjá þeim sem er yfir 300 þús. í laun á mánuði?
4. Hámark fastrar yfirvinnu hjá Reykjavíkurborg eru 48 tímar á mánuði, sem er greidd á öðrum sviðum en velferðarsviði. Verður niðurskurður á fastri yfirvinnu hjá þeim sem hafa 48 tíma á mánuði hlutfallslega sá sami og hjá þeim sem verið hafa með 12 fasta yfirvinnutíma?
5. Verður það tryggt og er raunhæft að enginn starfsmaður fái á sig meiri en 10#PR kjaraskerðingu?

Fundi slitið kl. 15.30

Jórunn Frímannsdóttir

Hallur Magnússon Jóhanna Hreiðarsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Þorleifur Gunnlaugsson