Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2009, miðvikudaginn 14. janúar var haldinn 96. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.10 á velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Staða mála vegna aðgerðaráætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðarteymis dags. 19. desember 2008. Lagðar fram tölur yfir atvinnuleysi í Reykjavík 1. janúar 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu og lagði fram uppfært minnisblað aðgerðarteymis.
2. Lögð fram til kynningar tillaga borgarráðs dags. 5. janúar 2009 um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar til framfærslu og hækkun heimildargreiðslna vegna barna. Jafnframt lögð fram tillaga dags. 6. janúar 2009 að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg vegna þessa.
Formaður velferðaráðs gerði grein fyrir málinu.
Lögð fram til kynningar tilkynning frá lögfræðiskrifstofu velferðarsviðs til starfsmanna þjónustumiðstöðva varðandi afgreiðslu fjárhagsaðstoðar í janúar 2009.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsa yfir ánægju sinni með hækkun fjárhagsaðstoðar og vona að þessi hækkun muni nýtast vel þeim viðkvæma hópi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fagna jafnframt samþykktri fjárhagsáætlun borgarinnar og þakka þær góðu viðtökur sem sameiginleg bókun ráðsins fékk í aðgerðarhópi borgarinnar og hvernig tillit er tekið til sérstöðu velferðarmála í áætluninni. Það er mikilvægt að standa vörð um þjónustuna og ljóst að mikið starf er framundan hjá stjórnendum Velferðarsviðs við að mæta því aukna álagi sem fyrirséð er að muni skapast á Velferðarsviði gangi spár eftir.
Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, óháðra og F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, óháðra og F-lista lýsa yfir ánægu sinni með að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sé að hækka. Það er hins vegar lýsandi dæmi um það samráðsleysi sem ríkt hefur á köflum að velferðarráð hefur ekki fjallað formlega um þessa tillögu heldur er ákvörðun tekin í borgarráði án formlegs samráðs við velferðarráð. Þannig hefur minnihluti í velferðaráði talað mjög ákveðið fyrir því að fjárhagsaðstoð, það er að segja tekjur þeirra sem lægstu launin hafa, hækki í samræmi við þær launahækkanir sem tíðkast hafa undanfarna mánuði. Í kjarasamningum síðasta árs voru almenn laun í landinu að hækka um 20.300 kr. á mánuði og okkur þykir því einboðið að þeir sem lægstu launin hafa njóti þeirrar hækkunar að lágmarki.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í meirihluta velferðarráðs minna á að velferðaráð bókaði sameiginlega um hækkun hámarksfjárhæðar fjárhagsaðstoðar sem beint var til aðgerðarhóps borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunarinnar. Tekið var tillit til þessa vilja velferðarráðs í vinnslu fjárhagsáætlunarinnar, enda vilji velferðarráðs skýr. Sú niðurstaða skiptir máli fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs. Niðurstaða í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var hækkun um 16,35#PR sem er miðað við hækkun neysluvísitölu og er í fullu samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins vegna þessa. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur hins vegar undir athugasemdir minnihlutans þar sem gangnrýnt er að þverpólitískur aðgerðarhópur borgarstjórnar hafi á köflum ekki átt formlegt samráð við velferðarráð.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í velferðaráði treystir því að þverpólitískur aðgerðarhópur borgarstjórnar hafi hér eftir meira og formlegra samstarf við velferðarráð í vinnu sinni.
3. Lögð fram tillaga dags. 29. desember 2008 varðandi samning um norrænt tilraunaverkefni um ferðaþjónustu fyrir fatlaða sbr. fyrri samþykkt velferðarráðs 30. janúar 2008.
María Rúnarsdóttir, verkefnastjóri á velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð óskar þeim sem eru bundnir hjólastól og nota sértæka akstursþjónustu, til hamingju með samning sem gerir þeim kleift að nota Ferðaþjónustu fatlaðra í Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þá bíður velferðarráð þeim norrænu einstaklingum sem eru í sömu sporum velkomna í þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík.
4. Lögð fram drög að leigusamningi og auglýsing vegna samþykktar velferðarráðs frá 26. nóvember sl. varðandi leiguíbúðir á almennum markaði til endurleigu fyrir þá sem eru á biðlista eftir húsnæði á vegum velferðarsviðs.
Samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Lögð fram tillaga dags. 8. janúar 2009 ásamt drögum að samningi velferðarsviðs og Hjálpræðishersins um aðstöðu til uppbyggingar á iðju fyrir utangarðsfólk í Reykjavík.
Samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjölda áfrýjunarmála til velferðarráðs á árinu 2008.
7. Lagður fram til kynningar endurnýjaður samstarfssamningur Rannsóknarseturs í barna og fjölskylduvernd og velferðarsviðs dags. 16. desember 2008.
8. Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur velferðarsviðs og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík dags. 2. desember 2008 um sérhæfða stuðnings- og búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða, skammtímaheimili fyrir fötluð börn, og frekari liðveislu í íbúðakjörnum fyrir fatlaða.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
9. Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur velferðarsviðs og Fjármálaþjónustunnar ehf. um fjármálanámskeið fyrir notendur þjónustumiðstöðva dags. 22. desember 2008.
10. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur um þverfaglega samvinnu milli Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Barnaverndar Reykjavíkur, Heilsugæslunnar í Grafarvogi og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans dags. 22. desember 2008.
11. Lagðar fram til kynningar lykiltölur frá janúar til nóvember 2008 og biðlistar janúar 2008 – janúar 2009.
12. Lagt fram til kynningar yfirlit frá eignasjóði varðandi framkvæmdaáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2009.
13. Sameining heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu
Sviðsstjóri kynnti fyrstu aðgerðir vegna sameiningarinnar.
14. Vinnureglur fulltrúa í velferðarráði.
Lögð fram samþykkt fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
15. Fulltrúa F-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 6. janúar sl. hefur verið ákveðið að skera niður fjárframlag til unglingasmiðjanna Stígs og Traðar um 12 milljónir króna á árinu. Til að halda óbreyttri starfsemi þarf rúmlega 51 milljón króna í stað 39 milljóna sem ætlaðar eru í reksturinn. Miðað við óbreytt þjónustustig dugar sú upphæð aðeins fram á sumar. Eftir það er starfsemin aftur í óvissu. Hvers má vænta með framhaldið?
Á borgarstjórnarfundi 6. janúar sl. lagði Ólafur F. Magnússon fram breytingartillögu við tillögu allra annarra borgarfulltrúa um ofangreindan niðurskurð. Tillaga Ólafs hljóðaði upp á óbreytt þjónustustig unglingasmiðjanna út árið. Tillagan var felld með 8 atkvæðum gegn 1. Það vekur athygli að fulltrúar VG og Samfylkingar í borgarstjórn sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar sem þýðir að í raun samþykkja þeir þennan niðurskurð. Því er spurt: Hafa fulltrúar Samfylkingar og VG gengið í lið með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki við að skera niður þessa þjónustu?
Fundi slitið kl. 15.15
Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Jóhanna Hreiðarsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Þorleifur Gunnlaugsson