Velferðarráð
Ár 2008, þriðjudaginn 23. desember var haldinn 95. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 15.25 á Velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sameining heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Lögð fram drög að þjónustusamningi milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um heimahjúkrun ásamt fylgiskjölum.
Sviðstjóri gerði grein fyrir málinu
Sigrún Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kynnti ákvæði samningsins.
Lögð fram tillaga til breytinga á grein 8.3 í drögunum.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Drögin voru borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar því að frá og með 1. janúar næstkomandi mun heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónustu sameinast í Heimaþjónustu Reykjavíkur undir stjórn Velferðarsviðs. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni, en það er einlægur vilji velferðarráðs að eftir þennan tíma muni þessir þjónustuþættir vera áfram sameinaðir. Fyrri samþættingarverkefni hafa sýnt að sameinuð þjónusta nýtist mun betur þeim sem þurfa á heimaþjónustu að halda.
Vegna óvissu í efnahagsmálum mun velferðarráð fylgist náið með framvindu samningsins og veitingu þjónustunnar.
Fundi slitið kl. 16.45
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hallur Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson
Björk Vilhelmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir