Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 22. október, var haldinn 90. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.00 á velferðarsviði, Borgartúni 12-14.Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Elínbjörg Magnúsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Hulda Dóra Styrmisdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson.
Þetta gerðist:
1. Staða mála vegna aðgerðaráætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Þóra Kemp, deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Breiðholts, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
2. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra velferðarsviðs, dags. 17. október 2008 um framvindu þjónustusamnings velferðarsviðs og SÁÁ.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
3. Lögð var fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. Greinargerð fylgir. Ennfremur lögð fram drög að þjónustusamningi dags. 22. október 2008.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja til að samið verði við SÁÁ um rekstur á búsetuúrræði með félagslegum stuðningi til 3ja ára. Samið verði um allt að 14 rými í byrjun og að innan 6 mánaða verði um að ræða úrræði fyrir 20 manns. Jafnframt er lagt til að sviðstjóra verði falið að ganga frá samningi við SÁÁ skv. fyrirliggjandi samningsdrögum dags. 22. október 2008.
Fulltrúi Vinstri grænna dró til baka tillögu sem lögð var fram á síðasta fundi.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Hallur Magnússon vék af fundi kl. 13:45
Jóhanna Hreiðarsdóttir mætti kl. 13.45
4. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar til ágúst 2008 og biðlistar 1. október 2008.
Fundi slitið kl. 13.58
Jórunn Frímannsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Salvör Gissurardóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Þorleifur Gunnlaugsson