Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 15. október, var haldinn 89. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.00 á velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Marsibil Sæmundardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Rætt um starfs- og fjárhagsáætlun 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur mætti á fundinn og ræddi um forsendur fjárhagsáætlunar.
Farið var yfir áherslur í starfsáætlun 2009.
2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ásamt greinargerð um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. Ennfremur lögð fram að nýju gögn vegna viðræðna við SÁÁ, Ekron og Samhjálp um rekstur búsetuúrræðis ásamt minnisblaði velferðarsviðs og drögum að þjónustusamningi dags. 13. október 2008.
Formaður velferðarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt tölvupósti sem sendur var til SÁÁ 14. október 2008:
Lagt er til að fallið verði frá því að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur búsetuúræðis með félagslegum stuðningi. Jafnframt er lagt til að velferðarsvið taki að sér að koma úrræðinu á fót og reka það.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að velferðarsviði verði falið það verkefni að viðurkenna vanmátt sinn og skila umboði um rekstur búsetuúrræðis fyrir 20 einstaklinga aftur til félagsmálaráðuneytisins.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Marsibil Sæmundardóttir vék af fundi kl. 15.05.
3. Staða mála vegna aðgerðaráætlunar velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl. 15.30
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hallur Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Marsibil Sæmundardóttir