Velferðarráð - Fundur nr. 88

Velferðarráð

Ár 2008, miðvikudaginn 8. október, var haldinn 88. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.15 á velferðarsviði, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Þórir Hrafn Gunnarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra að aðgerðum velferðarsviðs vegna stöðunnar í efnahagsmálum.
Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir tillögunum.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða með áorðnum breytingum.

2. Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar því að sameining heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu verði að veruleika 1. janúar nk. Reynslan hefur sýnt að skipulagt samstarf milli þjónustuaðila skilar betri yfirsýn yfir þarfir notenda og heildstæðari þjónustu við þá. Með þessu er stigið stórt skref í þágu þeirra fjölmörgu íbúa sem þurfa á þjónustu að halda inn á heimili sitt. Umfang þessarar þjónustu er mikið og þjónusta sem verið er að sinna inni á heimili fólks er bæði mikilvæg og viðkvæm. Gott samstarf starfsmanna þjónustunnar er lykillinn að því að vel takist til og efast velferðarráð ekki um að svo verði.

3. Lögð fram tillaga að nýju skipuriti Velferðarsviðs ásamt greinargerð vegna sameiningar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjavík.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Sigrún Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði og Friðfinnur Hermannsson ráðgjafi hjá Capacent mættu á fundinn.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram tillaga meirihluta velferðarráðs ásamt greinargerð dags. 6. október 2008 um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi. Ennfremur lögð fram gögn vegna viðræðna við SÁÁ, Ekron og Samhjálp um rekstur búsetuúrræðis ásamt minnisblaði Velferðarsviðs og drög að þjónustusamningi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

5. Lögð fram skýrsla Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar um markaðsgreiningu varðandi máltíðaþjónustu á Velferðarsviði sbr. samþykkt velferðarráðs 30. janúar s.l. Ennfremur lögð fram tillaga skrifstofustjóra fjármála- og rekstrar ásamt greinargerð dags. 2. október 2008 um að beina því til borgarráðs að kannað verði hvort rétt sé að útfæra hugmynd um uppsetningu hraðkælieldhúss þvert á svið borgarinnar.
Málinu er frestað til næsta fundar.

6. Lagt fram erindi frá fundi borgarráðs 14. ágúst sl., sem vísað var til umsagnar velferðarráðs þar sem Ásta Kristín Ragnarsdóttir óskar eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um átak í heimanámi og rekstur heimanámsstofu. Ennfremur lögð fram umsögn verkefnastjóra Velferðarsviðs um verkefnið.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Í ljósi efnahagsástandsins í þjóðfélaginu í dag og með hliðsjón af aðgerðaáætlun Velferðarsviðs sem samþykkt var undir 1. lið getur velferðarráð er ekki mælt með verkefninu að sinni.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ekki verður séð að það samræmist hlutverki eða skyldum Reykjavíkurborgar að styrkja einkaaðila til aðstoðar við heimanám enda er heimanámsaðstoð til staðar í flestum grunnskólum borgarinnar. Langur vinnudagur foreldra og misgóðar aðstæður til aðstoðar heima fyrir er vissulega áhyggjuefni og því vel við hæfi að endurskoða fyrirkomulag heimanáms og þeirrar aðstoðar sem í boði er. Slík endurskoðun á að fara fram á vegum borgarinnar enda eru það sveitarfélögin sem bera ábyrgð á menntun barna en ekki einkafyrirtæki úti í bæ.

7. Lagt fram til kynningar að nýju samantekt um áhrif hækkunar á viðmiðunarupphæð húsaleigubóta samanber beiðni frá síðasta fundi ráðsins.

8. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – júlí 2008 og biðlistar 1. september 2008.

9. Lagt fram til kynningar samkomulag um rekstur þjónustu- og öryggismiðstöðvar í Spöng.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng er lyftistöng fyrir Grafarvog og mun nýtast Grafarvogsbúum um lagna framtíð og því ánægjulegt að samningur liggi fyrir um reksturinn. En vegna orðalags samningsins og umfjöllunar í borgarráði vilja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna líta svo á að fyrirliggjandi samkomulag feli ekki sér skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar og feli ekki sér þá niðurstöðu að Eir annist rekstur þjónustumiðstöðvarinnar heldur komi það í hlut Velferðarsviðs.

Fundi slitið kl. 14.50

Jórunn Frímannsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Hallur Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Þórir Hrafn Gunnarsson