Velferðarráð
Ár 2008, miðvikudaginn 27. ágúst, var haldinn 84. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:22 á Velferðarsviði, Borgartúni 10-12. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Marsibil Sæmundardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags 22. ágúst 2008 um kosningu í velferðarráð.
2. Kosning varaformanns velferðarráðs.
Hallur Magnússon var kosinn varaformaður velferðarráðs.
3. Kosning eins fulltrúa meirihluta og eins fulltrúa minnihluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs og varamanna.
Fyrir hönd meirihluta var Jórunn Frímannsdóttir kosinn aðalmaður og Sif Sigfúsdóttir varamaður.
Fyrir hönd minnihluta var Björk Vilhelmsdóttir kosinn aðalmaður og Þorleifur Gunnlaugsson varamaður.
4. Skipan fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
Jórunn Frímannsdóttir var skipuð fulltrúi í þjónustuhóp aldraðra.
5. Skipan fulltrúa í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Jórunn Frímannsdóttir var skipuð fulltrúi í stjórn Fjölsmiðjunnar og Stella K. Víðissdóttir sviðsstjóri til vara.
6. Skipan nýrra fulltrúa í starfshóp sem vinni áfram að stefnumótun utangarðsfólks.
Af hálfu meirihluta voru skipuð Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir og Hallur Magnússon.
Af hálfu minnihluta voru skipuð Þorleifur Gunnlaugsson og Marsibil Sæmundardóttir.
7. Lögð fram tillaga skrifstofustjóra velferðarmála dags. 27. ágúst 2008 um áfangaheimilið Risið.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
8. Lögð fram tillaga dags. 27. ágúst 2008 um að fatlaðir framhaldsskóla- og háskólanemendur geti áfram notað Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík endurgjaldslaust veturinn 2008-2009.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
9. Lögð fram ársskýrsla Velferðarsviðs 2007.
Guðrún Reykdal, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti ársskýrsluna.
10. Lagðar fram lykiltölur janúar til júní 2008 og biðlistar 1. ágúst 2008.
Guðrún Reykdal, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, gerði grein fyrir málinu.
11. Lagður fram þjónustusamningur félags- og tryggingamálaráðuneytis, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um þjónustu við geðfatlaða. Lögð fram yfirlýsing vegna samnings milli félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar dags. 27. ágúst 2008 um þjónustu við geðfatlaða. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra velferðarmála dags. 27. ágúst 2008 vegna þjónustusamningsins
Sviðsstjóri Velferðarsviðs og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar þjónustusamningi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við félags- og tryggingamálaráðuneytið og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík um þjónustu við geðfatlaða í átaksverkefninu Straumhvörf.
Verkefnið felst í því að veita geðfötluðum í Reykjavík stuðning til sjálfstæðis og lífsgæða.
Með því er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir þegnar samfélagsins á forsendum eigin getu og njóti virðingar.
12. Lögð fram bókhaldsstaða dags. 30. júní sl. ásamt greinargerð skrifstofustjóra fjármála og rekstrar.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
13. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og FAAS um dagþjálfun fyrir heilabilaða.
14. Lögð fram til kynningar heildarafgreiðsla áfrýjunarnefndar fyrstu sex mánuði ársins.
15. Lögð fram tillaga formanns velferðarráðs varðandi rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
16. Rætt um málefni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Marsibil Sæmundardóttir vék af fundi kl. 15.10.
17. Fulltrúar í velferðarráði undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.
Fundi slitið 15.17
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hallur Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson