Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 30. mars var haldinn 8. fundur s og hófst hann kl. 13.25 í Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Kristján Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
2. Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Ennfremur lögð fram greinargerð forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 30. mars 2005.
Drögin voru samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
3. Rætt um stöðu barnaverndar í Reykjavík. Ennfremur lögð fram skýrslan Barnaverndarmál; skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs kynnti skýrsluna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Velferðarráði gagnrýna að enn skuli ekki liggja fyrir tillögur á fyrirkomulagi stjórnkerfis barnaverndarmála en upphaflega átti að skila þeim fyrir sumarleyfi 2004. Jafnframt er ítrekuð sú skoðun að tryggja beri sjálfstæði í stjórnkerfi barnaverndar-mála. Mikilvægt er að stuðla að enn bættu réttaröryggi barna og foreldra og bæta enn frekar málsmeðferð barnaverndarmála.
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Svo sem fram hefur komið er unnið að tillögum um fyrirkomulag barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg og tengist sú vinna meðal annars vinnu við stjórnkerfisbreytingar í borginni. Í þessari vinnu er meðal annars lögð til grundvallar sú viðamikla skýrsla um barnaverndarmál sem í dag var kynnt í Velferðarráði en í þeirri skýrslu er á faglegan hátt fjallað um fyrirkomulag barnaverndarmála í nágrannalöndum okkar.
Það er mikilvægt að mjög verði vandað til þessarar vinnu og að góð sátt geti skapast um þær leiðir sem ákveðið verður að fara, þar sem hér er um einn viðkvæmasta málaflokk Velferðarsviðs að ræða.
Samþykkt að halda aukafund í Velferðarráði föstudaginn 1. apríl nk. með formanni starfshóps um barnavernd í Reykjavík.
4. Lögð fram þriggja ára áætlun 2006-2008 ásamt greinargerð.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
5. Lagt fram bréf Félagsbústaða hf. dags. 16. febrúar 2005.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
6. Lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis dags 14. mars 2005 um úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
7. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 17. mars 2005.
8. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 9., 17. og 23. mars 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
Fundi slitið kl. 14.47
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson
Kolbeinn Már Guðjónsson