Velferðarráð - Fundur nr. 79

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 23. apríl, var haldinn 79. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:10 á Velferðarsviði, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Gunnar Hólm Hjálmarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Marsibil Sæmundardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrslan Félagsleg heimaþjónusta – viðhorf notenda mars 2008.
Brynhildur Barðadóttir, fyrrverandi verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Viðhorf notenda sem fá félagslega heimaþjónustu eru afar jákvæð, en 80#PR svarenda sögðust vera mjög eða frekar ánægð með þjónustuna. Þá koma fram ábendingar um það sem betur má fara. Velferðarráð óskar eftir tillögum frá Velferðarsviði og þjónustumiðstöðvum um hvernig megi koma á móts við athugasemdir notenda.
En fyrst og fremst bera niðurstöðurnar vitni um metnaðarfullt starfsfólk í heimaþjónustu sem leggur sig fram um að mæta þörfum fólks. Fyrir það þakkar velferðarráð.

2. Lagt fram bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis dags. 11. apríl sl. um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur. Ennfremur lögð fram til kynningar bókun borgarráðs frá fundi borgarráðs 11. apríl sl. um húsaleigubætur. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks leggja til að í viðræðum milli sveitarfélaga við ríkisvaldið um stefnumótun í húsnæðismálum verði unnið markvisst að því að húsaleigubætur fylgi verðlagsþróun.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Lögð fram skýrsla starfshóps um sérstakar húsaleigubætur í leiguíbúðum Félagsbústaða hf. frá apríl 2008.
Lögð fram tillaga um að almennum niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar til Félagsbústaða hf. vegna félagslegs leiguhúsnæðis verði breytt í persónubundinn stuðning þ.e. sérstakar húsaleigubætur fyrir leigjendur hjá Félagsbústöðum hf. Breytingin öðlast gildi frá 1. apríl sl. en komi til framkvæmda um mánaðarmótin maí- júní nk.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs annaðist kynningu á tillögunni.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá.

Jafnframt lögð fram tillaga til breytinga á 3., 8. og 9. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík í tengslum við kerfisbreytingar vegna greiðslu sérstakra húsaleigubóta til leigjenda í íbúðum Félagsbústaða hf.

Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks telja það jákvætt skref að tekin verði upp persónubundinn stuðningur, í formi sérstakra húsaleigubóta, við leigjendur Félagsbústaða í stað almennrar niðurgreiðslu. Við afgreiðslu málsins vilja fulltrúarnir bóka eftirfarandi vegna nokkurra atriða sem eru óásættanleg og eða óljós.
1. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur hækka einungis með reglugerðarbreytingu. Síðasta hækkun varð árið 2001 á almennum húsaleigubótum og sérstakar húsaleigubætur hafa verið óbreyttar frá árinu 2004. Húsaleiga Félagsbústaða hækkar hins vegar ársfjórðungslega skv. neysluvísitölu og því mun leiga fólks að óbreyttu hækka jafnt og þétt.
2. Samhliða þessum breytingum er reglum um sérstakar húsaleigubætur ekki breytt til þess að þær nái til fleiri heimila en áður, þó svo samkomulag ríkis og sveitarfélaga kveði á um það.
3. Ekki kemur skýrt fram í gögnum málsins hversu margir leigjendur munu fá lægri leigu og hversu margir munu fá hærri leigu.
4. Ekki er skýrt hvernig eigi að mæta þörfum allra sem þurfa að þola verulega hækkun húsaleigu í kjölfar breytinganna.
5. Af upplýsingum sem fram komu á fundinum má ráða að fyrirhuguð sé frekari hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

1. Samþykkt var samhljóða í velferðarráði að í viðræðum milli sveitarfélaga við ríkisvaldið um stefnumótun í húsnæðismálum verði unnið markvisst að því að húsaleigubætur hækki reglulega og fylgi verðlagsþróun. Þesssi kerfisbreyting sem nú hefur verið samþykkt hefur í raun ekkert með þá reglugerðarbreytingu að gera.
2. Þetta byggir í raun á misskilningi. Þessi kerfisbreyting fjallar í engu um þetta þó ljóst megi vera að með þeirri breytingu muni fleiri njóta stuðnings en áður. Jafnframt er bent á það að Reykjavík hefur algjöra sérstöðu hvað þetta varðar enda eitt fárra sveitarfélaga sem býður upp á sérstakar húsaleigubætur.
3. Það kemur skýrt fram í gögnum málsins hver fjöldi þeirra leigjenda Félagsbústaða er sem greiðslubyrði mun lækka eða hækka hjá.
4. Í þeim tilfellum sem núverandi leigjendur þurfa að greiða hærri leigu í kjölfar breytinganna koma til einstaklingsbundnar sértækar aðgerðir. Hækkun hjá þeim einstaklingum kemur ekki til framkvæmda fyrr en mál þeirra hafa verið skoðuð sérstaklega.
5. Engar upplýsingar komu fram á fundinum um það að fyrirhuguð sé frekari hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum.

4. Lögð fram drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs við Félag eldri borgara
Drögin voru samþykkt samhljóða.

5. Lögð fram drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs við Vímulausa æsku-eftirmeðferð.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

6. Lagður fram þjónustusamningur Velferðarviðs við Geðhjálp.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

7. Lagður fram þjónustusamningur Velferðarsviðs og foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

8. Lagður fram þjónustusamningur Velferðarsviðs og Hrafnistu vegna sundlaugar.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

9. Lagður fram þjónustusamningur Velferðarsviðs og Gigtarfélagsins.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

10. Lagður fram þjónustusamningur Velferðarsviðs og Kvennaathvarfsins.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

11. Lögð fram til kynningar bókhaldsstaða dags. 29. febrúar 2008 ásamt greinargerð skrifstofustjóra fjármála og rekstrar.

12. Lögð fram tillaga formanns um tilnefningu nýrra fulltrúa í starfshóp um stefnumótun í málefnum utangarðsfólks á báðum kynjum.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

13. Lagt fram til kynningar bréf Velferðarsjóðs barna dags. 16. apríl 2008 um sumargjafir fyrir börn.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

14. Lögð fram drög að hugmyndafræði og stefnu Velferðarsviðs í þjónustu við geðfatlaða.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að senda til umsagnar Geðhjálpar, ÖBÍ og Hugarafls.

15. Rætt um sumarleyfi velferðarráðs. Ákveðið var að halda einn fund í júní og einn í ágúst.

Fundi slitið 14:40

Jórunn Frímannsdóttir

Gunnar Hólm Hjálmarsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Þorleifur Gunnlaugsson