Velferðarráð - Fundur nr. 76

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2008, miðvikudaginn 12. mars, var haldinn 76. fundur s og hófst hann kl. 12:05 á Velferðarsviði, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Gunnar Hólm Hjálmarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björn Gíslason, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Elín Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Marsibil Sæmundardóttir.
Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lögð fram skýrsla Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar um þjónustu við forsjárlausa feður og börn þeirra.
Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri og Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi/félagsfræðingur mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.
Samþykkt að vísa til frekari vinnslu sviðsstjóra.

2. Lögð fram samþykkt skipulagsráðs frá 20. febrúar sl. um Blesugróf 27 sem samþykkt var í borgarráði 6. mars sl. Ennfremur lagt fram minnisblað með tillögu dags. 6. mars 2008 vegna kaupa Reykjavíkurborgar á húseigninni Blesugróf 27 til reksturs á dagdeild fyrir minnisveika.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Lögð fram drög að reglum um þjónustuíbúðir.
Reglurnar voru samþykktar samhljóða með áorðnum breytingum.

4. Lagt fram bréf Háskólans á Bifröst dags. 20. febrúar 2008 varðandi fjárhagslegan stuðning við rannsóknarverkefnið “Lokun félagslega íbúðakerfisins – Hvað kemur í staðinn?”
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða að veita kr. 300.000 í styrk til verkefnisins.

5. Lagður fram undirskriftarlisti vegna hárgreiðslustofunnar Hárgarður í Hæðargarði 31.
Samþykkt samhljóða að fela sviðsstjóra að vinna að úrlausn þessa máls.

6. Lagðar fram til kynningar þjónustukannanir sem gerðar voru fyrir Reykjavíkurborg til að kanna þjónustu þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og Barnaverndar Reykjavíkur.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð Reykjavíkurborgar lýsir yfir ánægju með niðurstöður þjónustukannana sem framkvæmdar voru af Capacent-Gallup á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og hjá Barnavernd Reykjavíkur á tímabilinu 7.-14. janúar 2008. Niðurstöður sýna að 86,2#PR þeirra sem tóku þátt í könnuninni eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar og 58,5#PR eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur. Jafnframt eru 93#PR svarenda ánægðir með viðmót og framkomu starfsfólks á þjónustumiðstöðvum og 84,5#PR á Barnavernd. Hlutfall mjög eða frekar ánægðra hefur hækkað frá sambærilegri könnun sem framkvæmd var árið 2006 á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Þessar niðurstöður eru sérlega ánægjulegar í ljósi þess að 1. maí 2007 voru þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar færðar undir stjórn Velferðarsviðs. Þjónustumiðstöðvarnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart íbúum borgarinnar og því skiptir miklu að lögð sé rækt við að veita góða og faglega þjónustu. Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með það starf sem á sér stað á þjónustumiðstöðvum og hjá Barnavernd og leggur ríka áherslu á að áfram verði ötullega unnið því að veita framúrskarandi þjónustu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Velferðarráð Reykjavíkur samþykkir að taka upp nöfn á þjónustumiðstöðvarnar sex sem reknar eru í hverfum borgarinnar, með það að markmiði að gera þær að meiri almenningseign og gera aðgengi að þeim auðveldara. Lagt er til að þjónustumiðstöðvar haldi samkeppni um nafngiftir, hver í sínu hverfi. Í kjölfar þeirra verði lagðar fram tillögur um heiti til velferðarráðs sem taki endanlega ákvörðun.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

7. Lögð fram til kynningar stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar kjörtímabilið 2006-2010. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

8. Lagðir fram til kynningar samningar Velferðarsviðs og Samhjálpar.

9. Lögð fram til kynningar skýrsla um kynnisferð til Englands.

10. Lagt fram til kynningar minnisblað um Breiðavík sem lagt var fyrir fram í borgarráði 6. mars sl. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

11. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks frá síðasta fundi ráðsins varðandi frumvarp að þriggja ára áætlun 2009-2011.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks frá síðasta fundi ráðsins.
Gerð verði úttekt á gæðum og kostnaði vegna einstaklings á starfsemi Ekron og Grettistaks og úrræðin borin saman. Úttektin verði framkvæmd af óháðum aðila.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F – lista lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu.
Lagt er til að gerð verði úttekt á gæðum og kostnaði meðal einstaklinga sem tekið hafa þátt í Grettistaki og einstaklinga sem Velferðarsvið hefur vísað á Ekron. Fenginn verði óháður aðili til að framkvæma úttektina. Úttektin verði framkvæmd í ágúst 2008 og niðurstöður hennar lagðar fyrir velferðarráð fyrir 1. september 2008.

Breytingartillagan var samþykkt samhljóða.
Aðaltillagan með breytingum var samþykkt samhljóða.
Ennfremur lagt fram svar vegna fyrirspurnar fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks frá síðasta fundi ráðsins varðandi Ekron.

13. Lagt fram svar starfshóps um sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu við tillögu fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Framsóknarfokks frá síðasta fundi ráðsins varðandi viðræður við Styrktarfélag vangefinna um þjónustusamning.

14. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks frá síðasta fundi ráðsins um stöðu viðræðna varðandi samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun.

15. Starfsdagur velferðarráðs verður haldinn 26. mars nk. kl. 11.00-17.00.


Fundi slitið kl. 13.55

Jórunn Frímannsdóttir

Gunnar Hólm Hjálmarsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Elín Sigurðardóttir