Velferðarráð - Fundur nr. 74

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2008, miðvikudaginn 13. febrúar, var haldinn 74. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:10 á Velferðarsviði, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Gunnar Hólm Hjálmarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björn Gíslason, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnar-fulltrúi: Marsibil Sæmundardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram tillaga að endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

2. Lagðar fram niðurstöður viðhorfsrannsóknar á högum og viðhorfum eldri borgara nóvember 2007 – janúar 2008.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lögð fram umsókn Þóris Guðbergssonar dags. 6. febrúar sl. um laun/starfslaun vegna ritunar Ljósaskila, 30 ára afmælisrits Líknarfélagsins Rissins við Snorrabraut. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu sviðsstjóra.

4. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Fjármálaþjónustunnar ehf.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands vegna reksturs Konukots. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

6. Lagt fram yfirlit yfir stjórnun og rekstur einstakra starfseininga Velferðarsviðs eftir skipulagsbreytingar. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu og forsögu þess.
Velferðarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
Velferðarráð telur rétt að hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð tilheyri áfram aðalskrifstofu Velferðarsviðs. Framleiðslueldhúsið tilheyri einnig áfram aðalskrifstofu Velferðarsviðs. Heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 tilheyri aðalskrifstofu Velferðarsviðs á meðan starfsemin er enn í mótun. Framtíðarskipulag varðandi rekstur þessara eininga er í vinnslu.

7. Lögð fram drög að samningi við Ásgarð handverkstæði ásamt greinargerð.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

8. Lagt fram tillaga vegna beiðni Ekron um endurnýjun samnings um starfsendurhæfingu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

9. Lögð fram tillaga um tilnefningu fulltrúa í framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Lagt var til að Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri verði kjörinn fulltrúi og Ellý A. Þorsteinsdóttir, varamaður.
Tillagan var samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 13.12.

Jórunn Frímannsdóttir
Gunnar Hólm Hjálmarsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Þorleifur Gunnlaugsson