Velferðarráð - Fundur nr. 73

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 30. janúar, var haldinn 73. fundur s og hófst hann kl. 12:10 á Velferðarsviði, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Gunnar Hólm Hjálmarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björn Gíslason, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Elín Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Marsibil Sæmundardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 25. janúar um kosningu í velferðarráð.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. janúar, um tilnefningu áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks í velferðarráð.

3. Kosning varaformanns velferðarráðs.
Formaður lagði til að Gunnar Hólm Hjálmarsson yrði kjörinn varaformaður.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Kosning eins fulltrúa meirihluta og eins fulltrúa minnihluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs og varamanna.
Formaður lagði til að eftirtaldir aðilar yrðu kjörnir sem aðalmenn og varamenn í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.
Jórunn Frímannsdóttir fyrir meirihluta. Varamaður : Björn Gíslason.
Björk Vilhelmsdóttir fyrir minnihluta. Varamaður: Þorleifur Gunnlaugsson.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

7. Lögð fram skýrsla starfshóps um mótun framtíðarstefnu máltíðaþjónustu Velferðarsviðs, nóvember 2007. Ennfremur lögð fram tillaga skrifstofustjóra fjármála og rekstrar dags. 28. janúar 2008 um áframhaldandi vinnu að framtíðarfyrirkomulagi máltíðaþjónustu Velferðarsviðs.
Sóley Gréta Sveinsdóttir Morthens, verkefnastjóri á Velferðarsviði og Heiða Björg Hilmisdóttir, næringarrekstrarfræðingur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslunni.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

8. Lögð fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 7. janúar 2008 um uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða og uppreiknuð eignamörk vegna húsaleigubóta. Ennfremur lögð fram tillaga dags. 16. janúar 2008 vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

9. Lagt fram erindi Sjálfsbjargar dags. 17. janúar 2008 varðandi beiðni um þátttöku Reykjavíkurborgar í norrænu tilraunaverkefni um ferðaþjónustu fyrir fatlaða sem snýr að því að fatlaðir frá Norðurlöndum geti notað ferðaþjónustu fatlaðra í gestalandi. Ennfremur lögð fram umsögn verkefnastjóra á Velferðarsviði dags. 21. janúar 2008 um verkefnið.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð lýsir yfir mikilli ánægju með þetta framfaraskref sem er til hagsbóta fyrir þá sem ferðaþjónustu nota og telur mjög jákvætt þegar hagsmunasamtök leggja fram vel unnar tillögur sem þessa.

10. Lagt fram til kynningar heildaryfirlit áfrýjunarnefndar 2007.

11. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar til október 2007.

12. Lögð fram greining á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg.

13. Lagðar fram til kynningar reglur um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar samþykktar í borgarráði 29. nóvember 2007.

14. Lögð fram til kynningar bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 21. desember og 28. desember 2007 varðandi rekstrarleyfi og úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra vegna dagvistarrýma fyrir heilabilaða.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

15. Lagður fram til kynningar samningur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslunnar í Salahverfi, Tryggingastofnunar ríkisins, Velferðarsviðs og Vinnumálastofnunar um tilrauna- og rannsóknarverkefnið HVERT um starfsendurhæfingu. Sviðsstjóri gerði grein fyrri málinu.

16. Lagt fram til kynningar Fréttablaðið Hugvilji sem gefið er út af starfsfólki og íbúum Búsetu- og stuðningsþjónustunnar Gunnarsbraut 51.

17. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í málefnasamningi nýs meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar segir að fjölga eigi félagslegum leiguíbúðum Reykjavíkurborgar um 100 árlega 2008-2010 eða um samtals 300 á tímabilinu. Þetta er í andstöðu við tillögu Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði frá 12. desember síðastliðinn þar sem lagt er til að Félagsbústaðir kaupi eða byggi 150 íbúðir á ári í stað 100. Nú er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn frestar eigin tillögu frá því í desember sl. um að kaupa 150 íbúðir á ári í stað 100 þar sem málið hefur ekki verið útkljáð í nýjum meirihluta. Munu fulltrúar minnihlutans fylgjast spenntir með framvindu málsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðisflokkur og F-listi eru í góðu samstarfi í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í málefnasamningi okkar kemur skýrt fram að áfram verði fjölgað um100 íbúðir á ári hjá Félagsbústöðum. Tillaga frá 12. desember 2007 er enn í afgreiðslu (frestun). Við neyðumst því til að halda minnihlutanum í spennu enn um sinn.

18. Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarþjónustu, gerði grein fyrir efni fundar samráðsnefndar um málefni fanga sem haldinn var þann 18. janúar sl.

19. Sviðsstjóri dreifði starfs- og fjárhagsáætlun Velferðarsviðs.

20. Farið var yfir dagskrá fyrirhugaðrar kynnisferðar velferðarráðs til Bretlands.

21. Fulltrúar í velferðarráði undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.

Fundi slitið kl. 13.30

Jórunn Frímannsdóttir
Gunnar Hólm Hjálmarsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Elín Sigurðardóttir