Velferðarráð - Fundur nr. 71

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2007, miðvikudaginn 12. desember, var haldin 71. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.45 á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, Reykjavík. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Friðrik Dagur Arnarson, Marsibil Sæmundardóttir, Guðlaug Magnúsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björn Gíslason og Jórunn Frímanns-dóttir. Áheyrnarfulltrúi : Guðrún Ásmundsdóttir. Af hálfu starfsmanna : Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram skýrsla starfshóps um Greiningu og ráðgjöf heim. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að vísa málinu til gerðar þriggja ára áætlunar.

2. Lagðar fram tillögur að úthlutun fjármagns til styrkja og þjónustusamninga árið 2008. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillaga að úthlutun almennra styrkja var samþykkt samhljóða.
Tillaga að útlutun vegna þjónustusamninga var samþykkt samhljóða með þeim fyrirvara að þjónustusamningarnir verði lagðir fram til samþykktar velferðar-ráðs þegar þeir liggja fyrir.
Tillaga að úthlutun vegna innri leigu var samþykkt samhljóða.
Tillaga að úthlutun vegna styrkja til áfangaheimilia var samþykkt samhljóða.

3. Lagðar fram tillögur að seinni úthlutun forvarnarstyrkja fyrir árið 2007. Stefanía Sörheller, verkefnastjóri á velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir tillögunum.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

4. Lagður fram til kynningar samningur um atvinnutengt nám grunnskólanema í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Sjóvá- Forvarnarhúss. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Samningur samþykktur með áorðnum breytingum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í velferðarráði fagna samningi um forvarnir aldraðra hjá Sjóvá. Fyrrverandi meirihluti vann að þessum samningi enda afar mikilvægt að efla forvarnir aldraðra. Slys meðal aldraðra eru algeng í heimahúsum og einfaldar aðgerðir eins og handrið, fjarlæging þröskulda og það að sleppa mottum eru atriði sem geta skipt sköpum.

6. Lögð fram drög að samstarfssamningi Velferðarsviðs og SÁÁ.
Samningur samþykktur með áorðnum breytingum.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð beinir þeim tilmælum til velferðarsviðs að kynna nýjan samstarfssamning við SÁÁ því starfsfólki borgarinnar sem vinnur með alkóhólistum, unglingum í áfengis- og vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra. Afar mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem samningurinn býður upp á til hagsbóta fyrir Reykvíkinga og óskar ráðið eftir góðu samstarfi við SÁÁ með það að markmiði.

7. Lögð fram til kynningar ársskýrsla Unglingasmiðjunnar Traðar árin 2005 og 2006.

8. Lögð fram tillaga til borgarráðs varðandi hækkun fjárhagsaðstoðar árið 2008 auk greinargerðar. Ennfremur lögð fram tillaga til breytinga á reglum um fjárhagsaðstoð. Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun fjárhagsaðstoðar í ljósi þess að til stendur að endurskoða reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavikurborg.

9. Formaður velferðarráðs tilkynnti að næsti fundir yrði haldinn á Akureyri þann 9. janúar 2008 þar sem ráðið mun kynna sér félagslega þjónustu þar.

10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram þrjár tillögur varðandi félagslega leiguíbúðakerfið:
a. Félagsbústaðir kaupi 150 íbúðir á ári í stað 100.
b. Formlegar viðræður sveitarfélaga á höfðurborgarsvæðinu.
c. Einstaklingsbundnar niðurgreiðslur.
Afgreiðslu málsins er frestað.


Fundi slitið kl. 16.05

Björk Vilhelmsdóttir

Friðrik Dagur Arnarson Marsibil Sæmundardóttir
Guðlaug Magnúsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason Jórunn Frímannsdóttir