Velferðarráð - Fundur nr. 70

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2007, miðvikudaginn 5. desember var haldinn 70. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.13 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Dofri Hermannsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Björn Gíslason og Kristján Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Kjartan Eggertsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram til kynningar minnisblað formanns velferðarráðs varðandi flutning málefna fatlaðra frá ríki til borgar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Dögg Proppé Húgósdóttir mætti á fundinn kl. 12.20.

2. Lögð fram bókhaldsstaða pr. 30.09.2007 ásamt greinargerð.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

3. Lagt fram til kynningar yfirlit um staðsetningu íbúða fyrir aldraða í tengslum við skilgreiningar á þjónustu- og öryggisíbúðum.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram tillaga að styrk til SÁÁ vegna 2007.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi skipan fulltrúa í samstarfshóp um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Ennfremur lögð fram tillaga formanns velferðarráðs dags. 3. desember um skipan fulltrúa Velferðarsviðs.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram tillaga formanns um að óska eftir því við borgarráð að fundin verði hentug staðsetning fyrir sex færanleg smáhýsi sem ætluð eru utangarðsfólki.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

7. Lögð fram tillaga formanns velferðarráðs, dags. 5. des. 2007 í málefnum Barnaverndar Reykjavíkur, ásamt greinargerð.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að fela formanni og sviðsstjóra að vinna málið áfram fyrir næsta fund sem haldinn verður með barnaverndarnefnd þann 12. desember nk.

Marsibil Sæmundardóttir mætti á fundinn kl. 13.17.

8. Lagðar fram tillögur að úthlutun fjármagns til styrkja og þjónustusamninga árið 2008.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Farið verður yfir málið á næsta fundi ráðsins þann 12. desember nk.
Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 13.40.

9. Lögð fram samantekt um stuðningsbýlið Miklubraut 18.
Skrifstofustjóri rannsókna og þjónustmats gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að vísa úttektinni til afgreiðslu starfshóps um stefnumótun í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum.

10. Lagðar fram tillögur að seinni úthlutun forvarnarstyrkja fyrir árið 2007.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar þann 12. desember nk.

11. Áheyrnarfulltrúi F-listans lagði til að fulltrúa listans verði getið á heimasíðu Velferðarsviðs sem tilnefnds fulltrúa ásamt kjörnum fulltrúum.



Fundi slitið kl. 14.20

Björk Vilhelmsdóttir

Dofri Hermannsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason Dögg Proppé Hugósdóttir
Marsibil Sæmundardóttir