Velferðarráð - Fundur nr. 7

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 16. mars var haldinn 7. fundur s og hófst hann kl. 13.15 á Droplaugarstöðum. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Kristján Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjóns-son. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrslan Droplaugarstaðir; framtíðarsýn og og hugmyndafræði, mars 2005.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður Droplaugarstaða, kynntu skýrsluna.
Lögð var fram starfsáætlun Droplaugarstaða fyrir árið 2005.

2. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.

3. Lögð fram að nýju tillaga dags. 8. mars 2005 um styrki til ýmissa félaga-samtaka vegna rekstrar húsnæðis og vegna samstarfssamninga.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

4. Lögð fram drög að þjónustusamningum Velferðarsviðs við:
a. Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla
b. Samhjálp
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram til kynningar grein úr Læknablaðinu „Afturvirk rannsókn á heilsufarsbreytum heimilismanna á Droplaugarstöðum árin 1983-2002.”

6. Lagt fram svar sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 16. mars 2005 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 9. mars 2005 um breytingar á læknaþjónustu gagnvart Seljahlíð og Droplaugarstöðum.

7. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra þróunarsviðs dags. 16. mars 2005 vegna greiningar á þróun fjárhagsaðstoðar árin 2003 til 2004.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

8. Lögð fram tillaga að tilnefningu um Ellý A. Þorsteinsdóttur sem varamann í framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 3. mars 2005.

10. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 2. mars 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

11. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
,,Íþróttafélög borgarinnar telja sig hafa vitneskju um það að ákveðinn fjöldi barna geti ekki stundað íþróttir vegna þess að foreldrar geta ekki greitt fyrir þær. Þessir foreldrar falla þó ekki inn í fjárhagsramma félagsþjónustunnar og eru ekki undir þeim tekjuviðmiðum sem farið er eftir en engu að síður er greiðslubyrði heimilisins það mikil að ekki er svigrúm til að greiða fyrir tómstundir barnanna.
Hefur farið fram einhver könnun af hálfu borgarinnar á því hvort hægt sé að ná til þeirra barna sem ekki stunda íþróttir og ljóst að fjárhagsvandi heimilanna kemur í veg fyrir það?
Sum íþróttafélög hafa skráða félaga sem greiða aldrei æfingagjöld eins og fram kom á fundi um forvarnir í Laugardal. Skólayfirvöld hafa bent á þessi börn og íþróttafélagið tekið tillit til þess og fellt niður æfingagjöld.
Hafa félagsmálayfirvöld kannað hvaða íþróttafélög gefa eftir æfingagjöldin og hvað um stóran hóp er að ræða?

Fundi slitið kl. 14.50

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn bolladóttir Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Kristján Guðmundsson
Kolbeinn Már Guðjónsson