Velferðarráð - Fundur nr. 69

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 14. nóvember var haldinn 69. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Dofri Hermannsson, Jórunn Frímannsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir og Björn Gíslason. Áheyrnarfulltrúi: Guðrún Ásmundsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 5. nóvember sl. um áheyrnarfulltrúa í velferðarráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í velferðarráði lýsa undrun sinni yfir því að fulltrúi Frjálslyndra og óháðra sé áheyrnarfulltrúi í velferðarráði. Það virkar sem Frjálslyndir og óháðir séu ekki í meirihlutanum og er þessi skipan í velferðarráði ekkert annað en niðurlæging fyrir Frjálslynda og óháða. Samfylkingin er með tvo fulltrúa af fjórum, þar af formann en Frjálslyndir og óháðir eiga að sætta sig við það að vera með áheyrnarfulltrúa með engan atkvæðisrétt.

2. Lögð fram skýrsla starfshóps um forvarnir ásamt erindisbréfi hópsins. Ennfremur lagðar fram að nýju fundargerðir 15. – 21. fundar starfshópsins og til viðbótar fundargerðir 22.-24. fundar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Stefania Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kynnti skýrsluna.

3. Lagðar fram lykiltölur janúar til júlí 2008.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri rannsókna og þjónustumats, gerðu grein fyrir málinu.

4. Lögð fram samantekt um Stuðninginn heim, september 2007.
Skrifstofustjóri rannsókna og kynningarmála gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram tillaga starfshóps að skilgreiningu á þjónustu- og öryggisíbúðum.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lagður fram til kynningar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 12. október 2007, í máli E-1714/2007: Halldór Eggertsson gegn Félagsbústöðum hf. og Reykjavíkurborg.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

7. Lögð fram til kynningar yfirlýsing um samstarfsverkefni dags. 30. október 2007 um HVERT - tilrauna- og rannsóknarverkefni um starfsendurhæfingu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

8. Lagðir fram undirskriftarlistar íbúa Dalbrautar 14-20 þar sem mótmælt er fyrirhuguðum áformum um að leggja niður sameiginlega baðaðstöðu fyrir aldraða á Dalbraut 18-20.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Formaður velferðarráðs og sviðsstjóri munu vinna í málinu.

9. Lögð fram tillaga að Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs taki sæti Jórunnar Frímannsdóttur í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Tillagan samþykkt með þeirri breytingu að sviðsstjóri verði varamaður formanns velferðarráðs í stjórn Fjölsmiðjunnar.

10. Lögð fram til kynningar dagskrá Forvarnardags sem haldinn er að frumkvæði forseta Íslands.

11. Formaður velferðarráðs fór yfir efni næstu funda velferðarráðs.
Reiknað verður með að 5. desember nk. verði aukafundur í velferðarráði.

Fundi slitið kl. 14.00

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Dofri Hermannsson
Jórunn Frímannsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Björn Gíslason