Velferðarráð - Fundur nr. 68

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 31. október var haldinn 68. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Friðrik Dagur Arnarson, Marsibil Sæmundardóttir, Dofri Hermannsson, Jórunn Frímannsdóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir og Björn Gíslason. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfsáætlun 2008.
Formaður velferðarráðs og sviðsstjóri gerðu grein fyrir málinu.
Starfsáætlunin var kynnt og verður send borgarráði til samþykktar með áorðnum breytingum.

Lögð fram fjárhagsáætlun 2008.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fjárhagsáætlunin var kynnt og verður send borgarráði til samþykktar með áorðnum breytingum.

2. Lögð fram eftirfarandi tillaga ásamt greinargerð um sameiginlega stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar leggur til að farið verði í formlegar viðræður við heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið um sameinaða stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimhjúkrunar í Reykjavík. Markmiðið er að bæta og efla þjónustu við fólk sem býr heima hjá sér við sjúkdóma, öldrun og skerta getu.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Formaður lagði fram eftirfarandi breytingar á aðaltillögunni:

Velferðarráð Reykjavíkurborgar leggur til að farið verði í formlegar viðræður við heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið um sameinaða stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimhjúkrunar í Reykjavík. Byggt verði á þeim óformlegu viðræðum sem þegar hafa farið fram. Markmiðið er að bæta og efla þjónustu við fólk sem býr heima hjá sér við sjúkdóma, öldrun og skerta getu.

Breytingartillagan var samþykkt samhljóða.
Aðaltillagan ásamt breytingartillögunni var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að með formlegum hætti verði nú unnið áfram að því að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað.
Undanfarna mánuði hafa fulltrúar fyrrverandi meirihluta velferðarráðs verið í miklum viðræðum við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um sameinaða stjórnun heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík. Lögð hefur verið mikil vinna í að skoða með hvaða hætti skynsamlegast sé að sameina þessa þjónustu og hvernig sé best að gera slíka tilraun. Niðurstaða þeirrar vinnu var í sjónmáli og hugmyndin var að bjóða þjónustuna út í tveimur hverfum borgarinnar í tilraunaskyni til eins árs og hefur heilbrigðisráðuneytið þegar ráðið starfsmann til þess að vinna að því.
Þrátt fyrir að tekin verði ákvörðun um að bjóða út reksturinn, þá er mikil vinna eftir og að mörgu að hyggja. Mikilvægt er að taka ákvörðun um að fara í tilraun með þessum hætti og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað svo málið fara ekki aftur á byrjunarreit og við sjáum framfarir verða í þessari þjónustu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á það að haft verði samráð við hagsmunaaðila s.s. Félag eldri borgara í Reykjavík og Öryrkjabandalagið við þarfagreiningu, skilgreiningar og fleira sem tengist útboðsgerð.

3. Kynnt var beiðni frá systrum móður Theresu um húsnæði í þeim tilgangi að veita utangarðsfólki mat og aðstoð. Samþykkt var að vísa þeirri beiðni til viðræðna við Samhjálp varðandi húsnæði að Borgartúni 3, þar sem Samhjálp mun veita utangarðsfólki þjónustu. Guðrúnu Ásmundsdóttur var falið að ræða við systur móður Theresu.


Fundi slitið kl. 14.08


Björk Vilhelmsdóttir
Friðrik Dagur Arnarson Marsibil Sæmundardóttir
Dofri Hermannsson Jórunn Frímannsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Björn Gíslason