Velferðarráð - Fundur nr. 66

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 3. október var haldinn 66. fundur s og hófst hann kl. 12.20 í Miðgarði, Þjónustumiðstöð Grafarvogs/Kjalarness að Langarima 21. Mættir: Marsibil Sæmundardóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, Einar Örn Ævarsson, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Áheyrnarfulltrúi: Guðrún Ásmundsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð


Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar við fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa F–lista frá fundi velferðarráðs 12. september 2007.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

2. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 12. september 2007 um tekju- og eignamörk í félagslegu leiguhúsnæði.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 12. september 2007 um þjónustuíbúðir.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram bréf Vímulausrar æsku dags. 6. september sl. þar sem óskað er eftir aðstoð við húsnæðisleit.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að vísa málinu til afgreiðslu sviðsstjóra.

5. Lagðar fram upplýsingar um stöðu mála varðandi undirbúning að Starfatorgi eldri borgara sbr. bókun velferðarráðs þann 14. mars 2007.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

6. Lögð fram drög að reglum um verksvið og starfshætti áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Samþykkt var að leggja drögin til umfjöllunar fyrir áfrýjunarnefnd.

7. Heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir stöðunni varðandi opnun heimilisins og tilkynnti að Erla Björg Sigurðardóttir hefði verið ráðinn forstöðumaður heimilisins.

8. Öryggissími.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir gangi verkefnis um „Öryggissímann”.
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra þar að lútandi, dags. 26. september 2007.

9. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs kynnti málið og fjármálastjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti Velferðarráðs leggur nú fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 sem fjármálasvið Ráðhússins hefur nú þegar fengið til vinnslu, áður en hún er kynnt Velferðarráði. Þetta er lagt fram án þess að fyrir liggi starfsáætlun með áherslum og verkefnum næsta árs. Velferðarráð hefur nýverið fundað í tvígang um starfsáætlun 2008 þar sem áherslur voru lagðar en nú virðist vera búið að stinga því plaggi undir stól og aðskilja starfsáætlun frá fjárhagsáætlun. Því er algerlega óljóst hvaða áherslur liggja á bak við þá fjármuni sem liggja fyrir í framlagðri fjárhagsáætlun. Þessi vinnubrögð eru leið til miðstýringar þar sem Ráðhúsið stýrir fjárhag fagsviðanna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það sem hér liggur fyrir eru drög að fjárhagsáætlun sem geta tekið breytingum. Á sama hátt er starfsáætlun enn í vinnslu. Þessar tvær áætlanir munu að sjálfsögðu haldast í hendur fullkláraðar. Pólítískur vilji velferðarráðs, þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru í meirihluta, er ekki undir neinum stól.

10. Fulltrúar Samfylkingarinar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs 27. september sl. var vísað til stjórnkerfisnefndar tillögu sem samþykkt var í leikskólaráði þess efnis að færa innritunarfulltrúa og leikskólaráðgjafa frá þjónustumiðstöðvum borgarinnar yfir á leikskólasvið. Samþykkt leikskólaráðs er í andstöðu við margítrekaðar yfirlýsingar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þegar hann ákvað að færa þjónustumiðstöðvarnar undir Velferðarsvið. Í bókun meirihlutans í velferðarráði 24. janúar sl. segir m.a.: “... breytingin mun ekki hafa áhrif á starfsemi þjónustumiðstöðvanna. Þjónustusamningar munu áfram vera við Menntasvið, Íþrótta- og tómstundasvið og Leikskólasvið. Það að þjónustumiðstöðvar verði hluti af Velferðarsviði mun ekki hafa nein áhrif á þjónustusamningana og engin ástæða er til að endurskoða þá eða breyta á nokkurn hátt.”

Til að fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórnkerfisnefnd geti betur áttað sig á afstöðu mismunandi sjónarmiða og tekið faglega afstöðu í umsögn sinni spyrja fulltrúar Samfylkingarinnar:
• Hverju mun samþykkt leikskólaráðs breyta í þjónustusamningnum milli Velferðarsviðs og Leikskólasviðs?
• Hver er afstaða framkvæmdastjórnar Velferðarsviðs, sem í sitja framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðvanna, til þessa flutnings?
• Hver er afstaða meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðarráði til þessara breytinga sem eru í algjörri andstöðu við þeirra sjónarmið um óbreytta þjónustu á þjónustumiðstöðvum?
• Eru líkur á að fleiri starfsmenn og eða verkefni flytjist frá þjónustumiðstöðvum í nánustu framtíð?


Fundi slitið kl. 14.10


Marsibil Sæmundardóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir
Einar Örn Ævarsson Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson Þorleifur Gunnlaugsson