Velferðarráð - Fundur nr. 62

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 22. ágúst var haldinn 62. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Elínbjörg Magnúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Dögg Proppé Hugosdóttir og Guðlaug Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Ásta Þorleifsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bókhaldsuppgjör þjónustumiðstöðva pr. 30.06.07 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar og þjónustuúrræða. Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.

2. Lagt fram bókhaldsuppgjör Velferðarsviðs pr. 30.06.07 án þjónustumiðstöðva ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar og þjónustuúrræða. Ennfremur lögð fram greinargerð skrifstofustjóra rekstrar og þjónustuúrræða um ferðaþjónustu fatlaðra. Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram skýrsla starfshóps dags. 8. júní 2007 um bætta nærþjónustu við aldraða Reykvíkinga. Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir skýrslunni.
Samþykkt var samhljóða að nærþjónustuhópar í hverfum borgarinnar starfi áfram sem þróunarverkefni og að Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, sem er þekkingarstöð í málefnum aldraðra, leiði þá vinnu áfram. Verkefnið vari i tvö ár og hver hópur skili árlega af sér greinargerð um starf hópsins.

4. Lögð fram til kynningar skilagrein starfshóps um rekstur spilakassa og spilasala í borginni, dags. 8. júní 2007, ásamt bréfi frá borgarstjóra um málefni spilakassa og spilasala, dags. 21. júní 2007. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða að vísa því til starfshóps um framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar sem Velferðarsvið leiðir að skila tillögum að leiðum í forvörnum, meðferð og rannsóknum, einnig vinna markvissa aðgerðaráætlun. Tillögum skal skila fyrir 1. janúar nk.

5. Lögð fram og kynnt ársskýrsla Velferðarsviðs 2006.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs kynnti skýrsluna.

6. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Alþjóðahúss ehf. um þjónustu sem Alþjóðahús mun veita flóttafólki sem flyst til Íslands á tímabilinu júlí – september 2007 og hefur aðsetur í Reykjavík.

7. Lögð fram tillaga F- listans um stuðningsúrræði fyrir ungmenni sem hlotið hafa skilorðsbundna dóma.
Lagt er til að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að leita leiða til stuðnings fyrir ungmenni sem hljóta skilorðsbundna dóma í samstarfi við Fangelsismálastofnun og svið borgarinnar undir forsjá Velferðarsviðs.
Málinu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 13.55

Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Elínbjörg Magnúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Dögg Proppé Hugosdóttir Guðlaug Magnúsdóttir