Velferðarráð - Fundur nr. 6

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 9. mars var haldinn 6. fundur s og hófst hann kl. 13.12 í Norræna húsinu. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Umræðum var frestað til næsta fundar.

2. Lögð fram til kynningar fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð Reykjavíkur-borgar dags. 3. mars 2005.

3. Lögð fram að nýju drög að samþykkt fyrir Velferðarráð Reykjavíkurborgar með áorðnum breytingum.
Drögin voru samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 2 mars 2005 um kosningu vara-manns í Velferðarráð.

5. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 28. febrúar 2005 um áheyrnar-fulltrúa í Velferðarráð.

6. Lagt fram svar framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags. 8. mars 2005 við beiðni
Velferðarráðs 16. febrúar 2005 um frekari greinignu þar sem ekki tókst að nýta fjárheimildir sbr. bókhaldsstöðu 31. desember 2005. Ennfremur lögð fram greining og staða fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta fyrir árið 2004.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
Gísli Helgason mætti á fundinn kl. 13.25.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum:
Velferðarráð lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að nýta úthlutaða fjármuni til félagslegrar heimaþjónustu, stuðningsþjónustu og félagsstarfs. Velferðarráð beinir því til Velferðarsviðs að nýta eftir mætti þær fjárheimildir sem ákveðnar hafa verið til þess að halda úti öflugu félagsstarfi og góðri stuðnings- og heimaþjónustu eins og Velferðarráð og forveri þess hafa stefnt að.

7. Lögð fram drög að samstarfssamningum við:
a. Sjálfsbjörg; Félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu vegna sundlaugar
b. Blindrafélagið
c. Félag heyrnarlausra
d. Samtök um Kvennaathvarf
e. Stígamót.

Drögin voru öll samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram tillaga dags. 8. mars 2005 um styrki til ýmissa félagasamtaka vegna rekstrar húsnæðis og vegna samstarfssamninga.
Málinu er frestað til næsta fundar.

9. Önnur mál.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum varðandi breytingar sem Félagsþjónustan í Reykjavík er að gera á læknaþjónustunni gagnvart Seljahlíð og Droplaugar-stöðum.
Hvenær var samningi við LSH um þjónustu öldrunarlækna við þessi heimili sagt upp og ákveðið að semja við heilsugæsluna um að vinna þessa vinnu?
Hvers vegna var þetta mál ekki kynnt í velferðarráði (félagsmálaráði)?
Hvers vegna var ekki farið í útboð?
Eru þessir samningar í samræmi við útboðsreglur borgarinnar?
Hvers vegna var ekki gert ráð fyrir sérstöku gæðaeftirliti?
Hvernig var staðið að ákvarðanatöku í þessu máli?

Greinargerð fylgir.

Fundi slitið kl. 14.07

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Gísli Helgason