Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 23. maí var haldinn 58. fundur s og hófst hann kl. 12.10 í Þjónustumiðstöð Laugardals / Háaleitis, Síðumúla 39. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Þjónustumiðstöð Laugardals/Háaleitis.
Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar kynnti starfsemina.
2. Lagt fram bréf frá Barnavernd Reykjavíkurborgar, dags. 15. maí sl. til sviðsstjóra Velferðarsviðs, varðandi tillögu að breytingu á reglum varðandi greiðslur með börnum í tímabundnu fóstri hjá ættingjum (Reglur um greiðslur Barnaverndar Reykjavíkur vegna sérstaks stuðnings vegna barna og fjölskyldna og fósturs á grundvelli 24. gr. og 75. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, samþykktar í félagsmálaráði 31. mars 2004 og í borgarráði 13. apríl 2004).
Ennfremur lögð fram bókun barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá 24. apríl sl. um greiðslur í ættingjafóstri.
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur og Vilborg Þórarinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni. Formaður velferðarráðs bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lagður fram til kynningar samningur um búsetuuppbyggingu fyrir aldraða við Eir, hjúkrunarheimili.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Um leið og öllu sem til framfara horfir fyrir aldraða er fagnað verður ekki hjá því komist að benda á það ákvæði í 1. gr. samnings við Eir þar sem fram kemur að aðalhönnuður bygginga verði THG, arkitektastofa. Þetta vekur nokkra furðu, ekki hvað síst í ljósi yfirlýsinga borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 19. desember 2006 þar sem hann segist ekki muna ”betur en reglur kveði á um að það skuli bjóða út svona verksamninga til verkfræðinga eða arkitekta.....”, og lýsir þeirri skoðun sinni að allt slíkt skuli fara í útboð hjá innkaupaskrifstofu borgarinnar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Liggur fyrir lögfræðileg umsögn um hvort ákvæði um hönnuði bygginga í samningi við Eir standist lög og reglur ?
4. Kynning á búsetuuppbyggingu fyrir aldraða.
Formaður velferðarráðs kynnti fyrirhugaða uppbyggingu.
5. Lögð fram skýrsla um málefni innflytjenda. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram bókhaldsstaða fyrstu 3 mánuði ársins 2007 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
7. Lögð fram til kynningar dagskrá stórborgarráðstefnu sem haldin verður í Odense 7.-9. október nk.
8. Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. apríl sl. varðandi fund borgarstjóra, borgarfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs unglinga 2007.
Samþykkt að vísa málinu til vinnslu Samráðshóps um forvarnir.
9. Lögð fram drög að samningi milli Velferðarsviðs og Ekron.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram fyrirspurn í 11 liðum varðandi starfsemi Ekron o.fl.
Svör við fyrirspurnunum verða send út með gögnum næsta fundar.
10. Lagður fram til kynningar samningur milli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og Velferðarsviðs dags. 8. maí 2007 um búsetuþjónustu og stuðningsþjónustu við geðfatlaða einstaklinga.
11. Lagður fram til kynningar samningur dags. 11. maí 2007 milli Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands um rekstur Konukots.
12. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs við Höndina, mannúðar og mannræktarsamtök, dags. 14. maí 2007.
Fulltrúar F-lista, Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi velferðarráðs í dag. 23. maí er lagður fram til kynningar samningur við Höndina, mannúðar- og mannræktarsamtök. Þjónustukaupi (velferðarráð) greiðir samtals eina milljón króna á hálfu ári, júní-desember 2007 fyrir hópastarfsfundi sem ætlað er að ”hjálpa fólki að greina vanda, finna eigin styrk og getu”, eins og segir í samningi. Hér með er óskað nánari upplýsinga um það hvort að þessu sé staðið með faglegum hætti. Eru gerðar kröfur um menntun þeirra sem stýra þessu starfi? Hvaða kröfur eru það? Er ekki mikilvægt að velferðarráð gæti þess sérstaklega að unnið sé faglega með einstaklinga sem þurfa ”aðstoð, liðsinni og stuðning við að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll” eins og þeim skjólstæðingum er lýst sem þjónustusamningurinn nær til ?
Skriflegt svar verður lagt fram á næsta fundi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkti einróma í mars sl. að veita styrk til mannræktarfélagsins Handarinnar. Styrkurinn yrði í formi þjónustusamnings og Velferðarsviði var falið að útfæra þennan samning sem nú var til kynningar í velferðarráði.
13. Lagður fram til kynningar samningur dags. 15. maí 2007 milli Velferðarsviðs og Félags einstæðra foreldra um þjónustu við einstæða foreldra í Reykjavík.
- Margrét Sverrisdóttir vék af fundi kl. 15.10.
14. Formaður Velferðarráðs kynnti fyrirhugað átak Droplaugarstaða í að halda íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn.
15. Rætt um heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74.
Fundi slitið kl. 15.50
Jórunn Frímannsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Þorleifur Gunnlaugsson