Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 5. mars var haldinn 53. fundur s og hófst hann kl. 9.00 að Tryggvagötu 17. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Fanný Jónsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram svohljóðandi tillögur meirihluta til breytinga á gjaldskrá vegna veitinga. Greinargerð fylgir tillögunum.
Lagt er til að heimsent fæði og hádegisverður í mötuneytum lækki úr 535 kr í 510 kr sem er 4,67#PR lækkun.
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu ásamt sviðsstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða með gildistíma frá og með 1. mars 2007.
Lagt er til að aðrar veitingar lækki að meðaltali um 7#PR , sjá nánar í meðfylgjandi gjaldskrá.
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu ásamt sviðsstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða með gildistíma frá og með 6. mars 2007.
Fundi slitið kl. 9.38
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Fanný Jónsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Stefán Jóhann Stefánsson