Velferðarráð - Fundur nr. 523

Velferðarráð

Ár 2026, miðvikudagur 14. janúar var haldinn 523. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:02 í Stekk, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns,  Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Bára Sigurjónsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á INTERACT verkefninu. VEL25100084.

    Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar, Kristín Anna Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri INTERACT á Íslandi, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Fram fer kynning á Solihull aðferðinni. VEL26010019.

    Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, Diljá Björk Styrmisdóttir, sérfræðingur hjá Geðverndarfélagi Íslands, Hulda Blöndal Magnúsdóttir, forstöðumaður á Mánabergi vistheimili barna, Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri barna- og fjölskyldumála hjá Keðjunni og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Fram fer kynning á stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026-2030. MSS25110035.

    Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík, Íris Björk Kristjánsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttindaskrifstofu, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkar velferðarráðs fagna samþykkt borgarstjórnar á stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026–2030 og árétta mikilvægi hennar fyrir þjónustu íbúa borgarinnar á forsendum þeirra sem eru af erlendum uppruna eða í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt stefnunni bera öll svið borgarinnar ábyrgð á innleiðingu hennar og svið hennar skulu vinna tímasettar aðgerðaáætlanir og leggja þær fyrir fagráð til samþykktar fyrir 1. mars 2026, að því loknu verði þeim vísað inn í starfs- og fjárhagsáætlanir eftir atvikum. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á að aðgerðir velferðarsviðs endurspegli þá stefnumörkun sem samþykkt hefur verið, m.a: fjölgun starfsfólks með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn til stuðnings framlínuþjónustu, eflingu samstarfs við foreldra barna af erlendum uppruna með fjölþættan vanda, aukinni samfélagslegri þátttöku eldri borgara af erlendum uppruna og markvissri þjónustu við ungmenni á aldrinum 16–18 ára með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Fulltrúar samstarfsflokkanna telja mikilvægt að tekið verði mið af þeirri stöðu sem skapast hefur í kjölfar þeirra breytinga sem ríkið hefur gert í þjónustuveitingu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, m.a. samningi Vinnumálastofnunar við Rauða krossinn um félagslegan stuðning sem ekki var endurnýjaður. Velferðarsvið og velferðarráð hafa bent á ýmislegt sem ríkið þarf að gera betur í málaflokknum er snertir nýkomna til landsins.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á tillögum stýrihóps um forvarnir og aðgerðir gegn ofbeldi barna og ungmenna. MSS25020124.

    Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og formaður stýrihópsins, Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnafulltrúi Reykjavíkurborgar, og Sigþrúður Erla Arnardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 15:00 víkur Pétur Marteinn Urbancic Tómasson af fundinum og Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkar í velferðarráði fagna tillögum stýrihóps um forvarnir og aðgerðir gegn ofbeldi barna og ungmenna sem lagðar voru fram 14. janúar 2026. Tillögurnar marka mikilvægt skref í átt að heildstæðari, markvissari og mannréttindamiðaðri þjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu bráða- og viðbragðsteymis í anda „Saman gegn ofbeldi“, sem tryggir skjót og samhæfð viðbrögð þegar ofbeldismál koma upp, auk teymisvinnu með bekkjarmenningu og foreldrahópum. Þá fagna samstarfsflokkar einnig tillögum um aukin virkniúrræði fyrir ungmenni utan skóla og vinnu og áherslu á sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni í viðkvæmri stöðu, enda er slík virkni lykilþáttur í forvörnum og farsæld. Jafnframt er lögð áhersla á menningarnæma og inngildandi þjónustu, m.a. með fjölgun starfsfólks af erlendum uppruna og ráðningu menningarmiðlara á miðstöðvar, til að styrkja aðgengi, traust og gæði þjónustu við fjölbreytta hópa barna og fjölskyldna.

    Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir kynningu á tillögum stýrihóps um forvarnir og aðgerðir gegn ofbeldi barna og ungmenna. Brýnt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að bregðast við auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Fulltrúinn telur þó að tillagan sem varðar NEET-hópinn (ungt fólk sem er ekki í vinnu, virkni eða námi) gangi ekki nægjanlega langt og bendir á að hópurinn sé almennt skilgreindur sem einstaklingar á aldrinum 16–24 ára, eða allt að 29 ára. Þá hefur Framsókn jafnframt lagt til að gerðir verði farsældarsamningar við börn áður en þau ljúka grunnskóla, þannig að framhaldsskólar geti upplýst félagsþjónustu borgarinnar þegar fram koma merki um brottfall úr framhaldsskóla. Með því móti er unnt að bregðast fyrr við og grípa til snemmtækra íhlutana.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á dómsmálum vegna úthlutunar í húsnæði fyrir fatlað fólk. VEL26010025.

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu málefna fatlaðs fólks, Helga Jóna Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs, Kristín Ösp Jónsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu velferðarsviðs, og Ebba Schram, borgarlögmaður, taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  6. Fram fer kynning á trúnaðarmerktri skýrslu verkefnahóps um endurskoðun á viðskiptalíkani Félagsbústaða með hliðsjón af sjálfbærni félagsins. Trúnaðarmál. VEL25110045.

    Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari, Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, og Stefanía Scheving Thorsteinsson, áhættustjóri á fjármála- og áhættustýringarsviði, taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  7. Tillögur styrkjahóps velferðarráðs um styrkveitingar úr borgarsjóði til verkefna á sviði félags- og velferðarmála 2026. VEL25080057.
    Frestað.

    -    Kl. 16:56 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  8. Lagt er til að Magnús Davíð Norðdahl taki sæti sem aðalfulltrúi í áfrýjunarnefnd velferðarráðs í stað Söru Bjargar Sigurðardóttur. VEL22060021.
    Samþykkt. 

  9. Lögð fram til kynningar, drög að samstarfssamningi milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar  um starfsemi PMTO miðstöðvar, sem samþykkt voru á fundi borgarráðs 8. janúar 2026. VEL25080055.

    Fylgigögn

  10. Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Velferðarráð samþykkir að fela velferðarsviði að framkvæma mat á bæði kostnaði og ábata af innleiðingu Solihull aðferðarinnar í starf velferðarsviðs með börnum. Í matinu skal sérstaklega fjallað um reynslu, árangur og niðurstöður annarra aðila sem hafa innleitt aðferðina. VEL26010073.
    Frestað.

  11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að velferðarsviði verði falið að kostnaðarmeta hver séu líkleg áhrif setningar laga nr. 80/2025 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á útgjöld Reykjavíkurborgar til málaflokks fatlaðs fólks. Með öðrum orðum, að fjárhagsleg sviðsmyndagreining verði unnin um þetta efni, bæði til skamms og lengri tíma. VEL26010074.
    Frestað.

Fundi slitið kl. 17:04

Guðný Maja Riba Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Sara Björg Sigurðardóttir

Helgi Áss Grétarsson Magnea Gná Jóhannsdóttir

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 14. janúar 2026