Velferðarráð - Fundur nr. 520

Velferðarráð

Ár 2025, föstudagur 5. desember var haldinn 520. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:03 í fjarfundakerfinu Webex. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Sara Björg Sigurðardóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Helga Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að III. viðauka þjónustusamnings milli félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar, um samræmda móttöku flóttafólks, dags. í desember 2025. VEL25110076.
    Frestað.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Velferðarráð óskar eftir fresti og mun velferðarsvið skila inn athugasemdum fyrir hönd velferðarráðs. Skammur tími hefur verið gefinn til að meta viðaukann og fjárhagslegar afleiðingar breytinganna fyrir Reykjavíkurborg.
     

Fundi slitið kl. 9:16

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Helgi Áss Grétarsson

Sara Björg Sigurðardóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 5. desember 2025