Velferðarráð - Fundur nr. 510

Velferðarráð

Ár 2025, miðvikudagur 25. júní var haldinn 510. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:03 í Tindstöðum, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Berglind Magnúsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt að taka á dagskrá með afbrigðum kynningu á fyrirhuguðum breytingum á samræmdri móttöku flóttafólks. VEL25060112.

    Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í ljósi upplýsinga um að ríkið hyggist gera stórfelldar breytingar á samræmdri móttöku, óskar velferðarráð  eftir því að fulltrúar félags- og húsnæðismálaráðuneytisins komi á fund ráðsins og kynni þessi áform og framgang mála. Fyrir liggur að samningur milli Reykjavíkurborgar og ríkisins rennur út um áramót. Um er að ræða viðkvæma og yfirgripsmikla þjónustu og er því mikilvægt að allar breytingar séu unnar í miklu samráði og samvinnu við Reykjavíkurborg sem hefur séð um að þjónusta stærstan hluta þjónustuþega. Velferðarráð hefur fengið þær upplýsingar að samráð eigi sér stað við sveitarfélögin í júní og júlí og óskar ráðið eftir því að fundurinn verði haldinn við fyrsta tækifæri.

  2. Lagt fram að nýju trúnaðarmerkt minnisblað, dags. 6. júní 2025, um dagdvölina Þorrasel, sbr. 2. lið fundargerðar velferðarráðs frá 18. júní 2025. Trúnaður er um málið þar til allir hlutaðeigandi aðilar hafa verið upplýstir. VEL25060026.

    -    Kl. 14:05 víkur Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns af fundinum.
    -    Kl. 14:07 tekur Tinna Helgadóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Velferðarráð leggur fram tillögu sem færð er í trúnaðarbók.
    Samþykkt. Fulltrúi Framsóknar situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Fulltrúi Framsóknar leggur fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

  3. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver hafa verið heildarútgjöld Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2024 vegna fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og hver hafa útgjöldin verið hingað til á þessu ári? Hver er skipting ríkisfangs þeirra sem fengið hafa fjárhagsaðstoð á fyrrnefndu tímabili? VEL25060113.

    -    Kl. 14:22 víkur Sara Björg Sigurðardóttir af fundinum. 

Fundi slitið kl. 14:53

Sanna Magdalena Mörtudottir Tinna Helgadóttir

Helgi Áss Grétarsson Magnea Gná Jóhannsdóttir

Guðný Maja Riba Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 25. júní 2025